Minning
Ég hafði mig ekki í það að skrifa minningargrein um ömmu í blaðið. Ekki heldur um afa. Ég náði ekki koma mér í þennan gír, fannst þetta svo formlegt og skrítið.
Mér fannst jarðarförin erfið, erfiðari en jarðarförin hans afa, bæði vegna þess að hann var búinn að vera veikur svo lengi og vegna þess að ég hugsaði líka svo mikið um Erlu sem dó á aðfangadag en ég komst ekki heim í jarðarförina hennar. En ég var fegin að hafa drifið mig heim núna og vera innan um familíuna. Við fórum svo heim til ömmu daginn eftir og hittumst öll. Drukkum kaffi og skoðuðum myndir. Og þótt amma sé farin þá er hún ennþá hér að vissu leyti því maður sér ýmislegt af henni í okkur hinum. Hárið á henni var til dæmis nákvæmlega eins á litinn eins og hárið á mér þegar hún var yngri (en dökknaði við barneignirnar sagði hún mér einu sinni), Ásdísi frænku, Birgittu og Tinnu svipar stundum til hennar, pabbi hefur litarhaftið, Drífa suma takta frá henni osfrv. Amma var flott kona, hún átti kick-ass hæla (ég held ég hafi erft skófetishið frá henni), allskonar glingur sem hékk á spegli í svefnherberginu í Fellsmúlanum og ég held að við höfum allar frænkurnar stolist þangað inn reglulega til að dást að því. Amma og afi fóru oft til Spánar þar sem amma átti vel heima, ég veit það því þegar ég flutti sjálf til Spánar rakst ég á tvífara hennar á hverfiskaffihúsinu mínu. Einhvernveginn finnst mér gott að vita af henni...
1 Comments:
Hugsa til þín.
þín Gunnhildur
Skrifa ummæli
<< Home