Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, febrúar 28

Fílakaffi

Ég sat í allan dag á fílakaffinu og þýddi fyrir Sölva á milli þess sem ég sendi sms til Malawi til óléttu vinkonu minnar þar sem er komin fram yfir meðgöngutímann og segist vera eins og Volswagen bjalla á stærð.
Ég nenni ekki að taka til, vaska upp eða setja í vél. Strákarnir helltu bjór í sófann um daginn - það er ekki gott en heppilega á ég Febreeze fabric freshener.
Það er fáviti hérna fyrir utan að spila Wonderwall, hann hefur gert þetta í marga mánuði, stundum spilar hann hitt lagið sem var rosa vinsælt með sömu leiðindahljómsveitinni. Ég er komin með blóðbragð í kjaftinn og pirring í nasavængina. Er að hugsa um að fremja morð, líkamsáras alla vega í það minnsta hreyta í hann ónotum - þetta er að gera mig vitlausa. Dflshlvt.

2 Comments:

At 10:19 f.h., Blogger Króinn said...

Ég vona að það sé ekki bullið mitt sem þú ert að þýða og veldur þessu vonda skapi.

 
At 10:41 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Nei það er ekki bullið þitt, enda er það ekkert bull, bara mjög fín grein, Siggi minn.

 

Skrifa ummæli

<< Home