Helga Soffia

Karibuni

laugardagur, febrúar 26

Laugardagsmorgun

Ég er vakandi og það er laugardagsmorgun - ekki laugardagur, laugarmorgun. Vaknaði aftur allt of snemma eftir óþolandi draumfarir. Mig dreymdi að ég væri allt í einu orðin ólétt, komin með hríðir og á leið á Þorrablótið. Mér fannst enginn skilja hvað þetta var fáránlegt og vonlaus staða og það ætluðu bara allir að skilja mig eftir, Sölvi sagði að það væru líka oft margir klukkutímar frá því að hríðirnar byrjuðu þangað tl að fæðing færi í gang þannig þetta væri ekkert stress. Einmitt. Ég var alveg að missa mig, enda frekar fúlt að vera bara allt í einu orðin kasólétt svona án fyrirvara.
Mig hefur áður dreymt svipaðan draum en þá var ég nokkuð yngri og vann þá í erlendu deildinni í Máli og menningu (þetta er svo langt síðan að erlenda deildin og skólabækurnar voru bara uppi á svölunum auk skrifstofa). Mig dreymir sumsé að ég er í vinnunni og uppgötva mér til skelfingar að ég er komin fimm mánuði á leið. Ég finn hvernig örvæntingin hellist yfir mig og ég fer að ofanda og segi við Óttarr Proppé, sem vann einmitt með mér, að ég viti ekki hvernig þetta geti hafa gerst og að þetta sé alveg hrikalegt því maður getur ekki farið í fóstureyðingu á fimmta mánuði og jadída. Óttarr segir mér þá að þetta sé ekkert mál, hann hafi ráð við þessu og lætur mig fá fimm hvítar töflur sem ég tek. Ég er honum rosalega þakklát fyrir að bjarga mér þegar ég finn allt í einu að mig svimar og ég uppgötva mér til skelfingar og hryllings að hann sveik mig, þetta eru engar töfratöflur sem bjarga mér frá óléttunni - þetta er bara valíum!
Fakta: Hér í Bretlandi má eyða fóstrum allt að sjötta mánuði.... euuuuucccchhh

4 Comments:

At 12:51 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Magnús, vertu ekki með þessa vitleysu - þetta var martröð. Í kvöld fer ég að drekka brennivín frá íslenska sendiherranum og það ætti nú að binda enda á allt svoleiðis (ofan í valíumið frá Óttarri)ef eitthvað væri.

 
At 1:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fyrir nokkrum árum dreymdi mig að ég væri ófrísk um borð í flugvél og flugfreyja gerði á mér keisaraskurð með plasthnífapörum.

Eftir það eignaðist ég son sem tekinn var með keisara og síðar dóttur sem ég gaf nafnið Freyja.

Jájá. Lífið er dularfullt.
Kveðja,
Sæunn

 
At 6:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

góða skemmtun á þorrablótinu, hér í borg er íslendingafélagið steindautt og ekkert íslenskt brennivín á kostnað annarra - ekki heldur í berlín minnir mig og því hefur maður ekki bragðað súra hrútspunga í háa herrans tíð. njótið vel, luv, L.

 
At 9:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hér í Barce var brennivínið eini drykkurinn sem var ókeypis á þorrablótinu, en varla í boði sendiherrans því hann er enginn hér. Hef ekki og mun ekki fara á þorrablót í ár, einu sinni er feikinóg. Góða skemmtun samt á þínu.

 

Skrifa ummæli

<< Home