Hear no evil
Ég á ekki til orð! Ég var að lesa grein um fólk sem berst gegn 'fasistum' sem vinna að því að finna upp tækni sem mun færa heyrnarlausum heyrnina. Þessi hópur fólks, Big D minnir mig að hann kalli sig, heldur því fram að það sé verið að reyna að "eyða" heyrnarlausum, gera menningu þeirra og tungumál að engu. Segja að heyrnarleysi sé ekki fötlun og að heyrnarlausir séu ekki eins og blindingjar eða önnur fatlafól, meira eins og velska þjóðin sem þurfti að þola svona árásir ... frá vísindamönnum sem vildu finna leið til að hún gæti öðlast enn eitt skynið????
Hefur fólk það ekki aðeins of gott hérna á vesturlöndum? Fólk er farið að kvarta undan því að eiga möguleika á því að öðlast heyrn... for kræing át lád (nei, það gagnast sennilega ekki) for mæmíng át lád, segi ég nú bara.
Ég vil taka það fram að ég heyrandi manneskjan hef sótt nám í táknmáli bæði á menntaskóla- og háskólastigi og ég get sagt ykkur það að það er vel hægt að tala táknmál þótt maður hafi fulla heyrn.
Fokking fávitar.