Skítablað
Djöfull er DV mikið skítablað. Af einhverjum sökum fékk ég blað dagsins inn um lúguna hjá mér í dag. Ég veit ekki hvort það voru mistök eða prómó. Mig langaði til að vera áskrifandi bara til þess að geta sagt því upp. Ekki er þetta bara skítleg blaðamennska - Hér og nú málið auðvitað í algleymingi núna - heldur er þetta bara svo rosalega lélegt. Illa skrifað og innihaldslaust. Sem dæmi má nefna að það er fjallað um Sirkus og Gumma Steingríms 4 sinnum í blaðinu (bls. 3, 29, 32 og 37). Svo er djammið hans Eiðs notað í tvö lítil innskot, annarsvegar er drengfíflið Símon Birgisson að gera því í skónna að hann hafi verið á (mögulega, hugsanlega, ef til vill, hefði getað) kvennafari og síðan flettir maður á baksíðuna þar sem segir frá sama kvöldi þar sem Eiður var næstum (hefði getað, mögulega, hugsanlega, ef til vill) lentur í slagsmálum við einhverja ókunnuga boltastráka. Skrítnasta innslagið er samt grein Mikka Torfa - Afi dó á laugardaginn, en það er þó ekkert ljótt í henni. Hefði samt verið meira í stílinn ef greinin hefði heitið Afi hefði geta dáið á laugardaginn. Æ, þetta var ljótt af mér, ég samhryggist Mikka með afa sinn. Ég samhryggist honum reyndar líka fyrir að vinna svona ömurlegt skítadjobb, hann ætti frekar að reyna að taka afa sinn til fyrirmyndar og fara í heiðarlega verkamannavinnu.