Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, júní 27

Skítablað

Djöfull er DV mikið skítablað. Af einhverjum sökum fékk ég blað dagsins inn um lúguna hjá mér í dag. Ég veit ekki hvort það voru mistök eða prómó. Mig langaði til að vera áskrifandi bara til þess að geta sagt því upp. Ekki er þetta bara skítleg blaðamennska - Hér og nú málið auðvitað í algleymingi núna - heldur er þetta bara svo rosalega lélegt. Illa skrifað og innihaldslaust. Sem dæmi má nefna að það er fjallað um Sirkus og Gumma Steingríms 4 sinnum í blaðinu (bls. 3, 29, 32 og 37). Svo er djammið hans Eiðs notað í tvö lítil innskot, annarsvegar er drengfíflið Símon Birgisson að gera því í skónna að hann hafi verið á (mögulega, hugsanlega, ef til vill, hefði getað) kvennafari og síðan flettir maður á baksíðuna þar sem segir frá sama kvöldi þar sem Eiður var næstum (hefði getað, mögulega, hugsanlega, ef til vill) lentur í slagsmálum við einhverja ókunnuga boltastráka. Skrítnasta innslagið er samt grein Mikka Torfa - Afi dó á laugardaginn, en það er þó ekkert ljótt í henni. Hefði samt verið meira í stílinn ef greinin hefði heitið Afi hefði geta dáið á laugardaginn. Æ, þetta var ljótt af mér, ég samhryggist Mikka með afa sinn. Ég samhryggist honum reyndar líka fyrir að vinna svona ömurlegt skítadjobb, hann ætti frekar að reyna að taka afa sinn til fyrirmyndar og fara í heiðarlega verkamannavinnu.

föstudagur, júní 24

*gúlp!* *gúggl!*

Fékk sjokk í gær þegar ég var að googla eftir orðum í gær (Google er besti vinur þýðandans) og eitt hittið var eitthvað helvítis bullið úr sjálfri mér af bloggsíðunni minni. Ég fann til sæbervíáttubrjálæðis. Fylltist spéhræðslu. Fannst eins og það vantaði útvegg á íbúðina mína - þennan við klósettið. Eins og það væri rör inn í heilann á mér - Being John Malkovitch syndróm. Djísús kræst! Mér hafði alltaf fundist ég bara vera að flissa eitthvað með vinum mínum en svo kemur í ljós að ég var að rífa kjaft úti í heimi. Bitsjandi um hluti sem ég hef ekki hundsvit á og blaðrandi því sem ég hefði betur haldið kjafti yfir. Auðvitað veit maður þegar maður byrjar að blogga að maður er ekki að hvíslast á við vini sína í lokuðu rými, en maður veit það bara ekki. Nú skil ég hvernig raunveruleikaþættir fúnkera. Maður bara gleymir því að það er einhver að horfa. Out of sight - out of mind.

miðvikudagur, júní 22

Hvað værir þú ef ekki -?

Mér finnst alltaf alveg ótrúlega asnalegt þegar maður les svona viðtöl við fræga fólkið og það er spurt hvað það væri ef það væri ekki frægt, eða vottever sem það er. Þau segja alltaf arkítekt, lögfræðingur, myndlistakona eða eitthvað álíka - og ég hugsa alltaf yeah, right. Eina skynsamlega svarið var frá Kelly Osbourne sem sagði: A looser. My god, I would be such a looser!
Ég hugsa að ég væri einmitt bara einhver lúser ef ég ynni ekki við það sem ég vinn við. Helvítis lúser.

þriðjudagur, júní 21

Nýtt á markaðnum

Herrailmurinn frá Nýhil er kominn á markaðinn. Strákar, látið þennan ekki framhjá ykkur fara! Fæst í öllum betri verslunum.

mánudagur, júní 20

Símtal

ring ring (meira svona bzz bzz - hann er nefnilega á diskrít)
ég: halló
Mamma: er Palli búinn að ná í þig?
ég: *sjitt* neeeii, var hann að reyna það?
M: Já, hann var alveg snælduvitlaus
ég: *gúlp* nú?
M: Já, hann segir að þú eigir að svara atvinnuveitanda þínum þegar hann hringir
ég: Já, jú en síminn var sko á diskrít og uppi í íbúð... *grmbl, grmbl*
M: hvar varst þú?
ég: nú, niðri í kompu að vinna (duh!!!)
M: Jæja _ (ritskoðað til að vernda einkalíf móður minnar), svo hringirðu í hann snöggvast, ha?
ég: *stress dæs* jamm, ég geri það ...
klikk
... á morgun.

ps. sorrí Palli, síminn var í alvörunni á diskrít uppi í íbúð, og ég var í alvörunni að vinna - æ sver tú godd
pps. Þori að veðja að mor og PV hafi fundist massa fyndið að segja að hann væri brjálaður út í mig. Greit, nú sef ég ekkert enn eina nóttina. Mæður! Fyrst ala þær mann upp, svo brjóta þær mann niður.

sunnudagur, júní 19

Ég mæli með

Íslenskum sumarnóttum
Gleymmérei hamborgurum á Vitabar
Íslköldu kranavatni
Veiðivatnaferðum
Kisum
Hundum
Kaiser Chiefs
101
Ferðalagi í Eco-liner út á land
Krambúðinni þar sem allar myndir kosta 250 kr.

Dem

Gerði langt blogg en datt svo út af netinu þegar ég gerði send. Bömmer. Annars er allt gott. Ísland er fallegt. Sjúklega fallegt í sínum fjólurauðu og gulbláu litum. Sólin skín alla daga og allar nætur. Sölvi er glaður með 3 mánaða ritlaun á námureikningnum og Krók til að vinna í. Og hann vinnur. Vinnur á daginn og skemmtir sér á kvöldin. En ég er idiot og vinn á nóttunum og geng um eins og svefngengill á daginn. Verð að taka mér tak. Takk.

fimmtudagur, júní 16

Koling Steinar Bé

Halló halló?!! Steinar viltu hringja í Línu fyrir mig - hana vantar lykla að Lögmannssundinu 07910338226. Krííísa!

ps. Rúnar Helgi biður að heilsa þér - og Öglu

miðvikudagur, júní 15

Lok lok og læs og allt í stáli

Halló. Ég biðst afsökunar (eitt eða tvö enn...djís, mér er að förlast) á bloggleysi mínu en það komst upp um sjóræningjastarfsemi mína á ósýnilegum öldum vírlausra neta nágranna minna. Þeir hafa nú brynjað sig og sett allt í stál. Renndi upp í Brooklyn milli anna til að láta ykkur vita. Ætli OgVodafone eða Síminn geti bjargað þessu fyrir mig? Eru ekki annars allir bara í stuði?

ps. það er gott veður í Reykjavík, Sæunn veðurgyðja kemur greinilega sterk inn.

föstudagur, júní 10

Leggja dag við nótt

Það er svo sem ekkert merkilegt að leggja dag við nótt á Íslandi á sumrin. Fyrir það fyrsta rennur þetta allt saman í hinni ofmetnu og ofurrómantíseruðu midnæt sönn og svo er alltaf einhver fáviti með loftbor tilbúinn að vekja mann eftir nokkurra stunda svefn á morgnanna. Hvað er málið með loftbora og Reykjavík. Held að ég hafi heyrt í loftborum í borginni síðan ég fæddist. Næstum daglega. Man ekki eftir þessu í öðrum borgum. Nema helst Barcelona. Er svona ódýrt að leigja loftbor? Geta allir gert það? Væri athugandi, kannski er þetta svaka stuð. Jæja, ég er farin að vinna meira, ekki veitir af.

fimmtudagur, júní 9

Það síðasta sem tölvan sagði í Skotlandi

Error: dumping all physical memory

mánudagur, júní 6

síðustu sundtök drukknandi járnkerlingar

Ok. Gólf ryksuguð og þvegin. Hurðir þrifnar. Gluggar þvegnir. Þurrkað af. Vaskað upp. Ruslið úti. Allt talið og strokið. Eftir: skila rádernum, segja upp netinu. Tala við gas & rafmagnsdúdda. Þrífa ísskápinn og frystinn. (Finnst ykkur þetta ekki skemmtilegt blogg?) Þvo rúmföt. Þrífa baðkar. Hringja í leiðindamiðlunina. Renna yfir þýðingar f. skáld. Fara á upplestur. Fara heim. (Sko, gott ef ég er bara ekki hálfnuð með allt) Óver end át.

sunnudagur, júní 5

Ég er járnkerling

Svei mér þá ef ég er bara ekki að temja mér svefnvenjur frú Thatcher - 4 tíma svefninn. Sumir segja nú að hún hafi bara rétt hallað aftur augunum í hálftíma, gæti útskýrt ýmislegt en samt trúi ég þessu ekki alveg. Ég er viss um að hún hafi stolist til að sofa þegar enginn sá til, t.d. inni á klósetti - karlarnir hafa bara haldið að hún væri svona slæm í maganum, svo hefur hún kannski verið búin að þjálfa sig upp í það að sofa með opin augun. Furðulegt kvikyndi... kannski geymdi hún einhverja græju í hárinu á sér, kannski eitthvað sem gaf henni raflost alltaf þegar höfuðið hallaði meira en 45°fram? En hún var líka nett grömpí bitsj. Kannski var hún bara á spítti? Já, eða pseudo efedríni eins og Agla sem komst að því í gær eftir að hafa ráðfært sig við lækninn Brynju að hún væri að ódía á flensulyfi. Hefur lítið sofið og étið skilst mér. Járnkerling líka. En ég þarf ekkert dóp til að vera járnkerling, ég hef bara mína eigin taugaveiklun og stress - best að keyra á því bara á meðan það er mikið að gera. Slíp? Æl slíp venn æm dedd! (Sem ætti að vera einhverntímann um miðjan júlí með þessu áframhaldi)

laugardagur, júní 4

10 things I hate about you

Ég þoli ekki:

Háralitsauglýsingar með Claudiu Schiffer/Andie MacDowell/Chalize Therone - hversu heimskar halda þessir menn að við séum? Glætan að þessar ríku tíkur liti nokkurtíman á sér hárið heima - tja, nema kannski John Frieda komi spes heim til þeirra með tímið sitt fyrir Óskarinn.
Andie MacDowell í öllum útgáfum, líka Natalie Portman útgáfunni í SWIII - hvað var George Lucas að pæla?
Stillansa - ekki nóg með að kirkjan líti út eins og eitthvað krapp af setti á bandarískri sci-fi mynd, þá vöktu helvítin mig hálf sjö í morgun (eftir tæpa 4 tíma svefn) við það að setja stillansa á húsið hérna við hliðina.
Að fá mér sopa af mjólk haldandi að hún sé kók. Líka að taka óvart vitlausan bolla á kaffihúsi og fá sér sopa af köldu kaffi einhvers annars sem er farinn (óver and óver agen).
Leti - ólíkt flestum þá fer letin í sjálfri mér miklu meira í taugarnar á mér en leti annarra. Reyndar er leti í mér svo stresstengd að ég held að hún sé frekar einhver krankleiki, frestunarárátta eða verkkvíði? Gigt?
Ryksugur eða bara það að ryksuga. Miklu leiðinlegra en að vaska upp eða þrífa klósett. Það þyrfti að fá hann þarna Steve Job til að hanna ryksugur handa konum eins og mér. Nettar, léttar, og flottar. Helst sem hægt er að setja á bakið á sér eins og bakpoka. Þá getur maður líka ímyndað sér að maður sé geimskoðunarhetja að safna sýnum á fjarlægum hnetti.
Hátt áfengisverð á Íslandi, hver er nákvæmlega pælingin á bak við það að láta flösku af gini kosta 5900 krónur? Er verið að hafa vit fyrir manni? Á þetta að stemma stigu við áfengisdrykkju og spara þannig í heilbrigðiskerfinu? Alveg ótrúlegt. Svona lagað fær fólk bara til að leiðast út í dóp - það er miklu ódýrara. Ætli maður fari bara ekki að drekka Landa í sumar og æla svörtu.
Biðstofur sem eru ekki með nein almennileg blöð til að lesa, bara Tímarit Félags íslenskra bílaeigenda frá því á síðustu öld, Læknaritið, Æskuna og kannski Moggann síðan í fyrradag.
CNN fréttastofuna það er alveg magnað hvað þetta eru ömurlega lélegur og hlutdrægur fréttaflutningur, svo er fréttafólkið svo slísí, smajðrandi og flaðrandi alltaf upp um hvert annað "Yeah, Bob, it's been an amazing season... yadayada." Manni finnst eins og þetta sé bara eitthvað grín, leikrit eða bíómynd með Steven Segal.
Röflandi kerlingar eins og ég er búin að vera núna. Bloggandi eitthvað pirr bara vegna þess að ég er of vitlaus til að vinna af einhverju viti. Kaaadlinn að sofa úr sér partýið í gær. Ég geðvonda húsmóðirin sem er komin með tuskusýki af taugaveiklun. Djísös. Jæja, þessu lýkur á þriðjudaginn, þá byrjar nýr kafli í mínu lífi, í mínu stresslausa (hah!) lífi á Njálsgötunni.



stress og svefnleysi

Allur dagurinn fór í að pakka draslinu í eldhúsinu og þrífa skápa. Svo þýddi ég texta fyrir upplestur íslenskra rithöfunda á Leith Festivalinu (Ice Ice Baby) - ég nenni ekki að setja link á það, google away. Djflshlvt. Mér finnst þetta svo erfitt og leiðinlegt og ég sef illa af stressi og verð því heimskari og heimskari sem þýðir að mér gengur verr og verr að þýða sem þýðir að ég verð sífellt stressaðri sem leiðir svo til þess að ég sef illa. Ég þarf að lifa af þessa helgi, mánudag helvítis og svo komast til Íslands á þriðjudaginn. Ég vona bara að það hafi róandi áhrif á taugarnar að koma í mína eigin íbúð. Dem dem dem dem dem. Ég verð ábyggilega rekin bráðum.

fimmtudagur, júní 2

Dem

Kom kona að skoða, hún tekur íbúðina ábyggilega ekki. Hún sagði: Isn't it noisy? Duh! Svona eins og gengur og gerist, ef hún vill búa á kyrrlátum stað þá á hún ekki að vera að koma að skoða íbúðir á Mílunni og trufla vinnandi fólk. Þannig að ég laug: No, not really. I work at home and it doesn't bother me at all. You get the odd busker but it is not really that bad.
Ég held að hún hafi ekki trúað mér.

miðvikudagur, júní 1

samtal

helgasoffia says:
færð þú svona þindarþreytu þegar þú situr of lengi við?
Embla says:
þindarþreytu?
helgasoffia says:

helgasoffia says:
svona í þindina
Embla says:
mmm held ekki
helgasoffia says:
ég þoli það ekki
Embla says:
fæ í bakið og axlirnar og hendurnar
helgasoffia says:
fæ harðsperrur í þindina
helgasoffia says:
steik
Embla says:
ekki í þindina
Embla says:
kannski af því að þú situr alltaf í haug?
helgasoffia says:
já kannski
helgasoffia says:
samt er ég komin með stól
Embla says:
já ég veit en þú situr samt í haug, right?
helgasoffia says:

Súld

Það er íslenskt veður og inni hjá mér er skiltasmiður að setja To Rent skilti útí stofuglugga. Ég er mjög fegin að hann skuli vera kominn en á sama tíma er einhver tepruleg kerling inni í mér sem finnst þetta svo ósivilæsd, svona eins og ég sé svo despó og ódýr að ég þurfi að auglýsa mig úti í glugga. Terribly vulgar to advertise ones private quarters for everyone to see, segir kerlingin. Og ég hugsa: nei, helvíti er ég að breytast í enska yfirstéttakerlingu?