Ég er járnkerling
Svei mér þá ef ég er bara ekki að temja mér svefnvenjur frú Thatcher - 4 tíma svefninn. Sumir segja nú að hún hafi bara rétt hallað aftur augunum í hálftíma, gæti útskýrt ýmislegt en samt trúi ég þessu ekki alveg. Ég er viss um að hún hafi stolist til að sofa þegar enginn sá til, t.d. inni á klósetti - karlarnir hafa bara haldið að hún væri svona slæm í maganum, svo hefur hún kannski verið búin að þjálfa sig upp í það að sofa með opin augun. Furðulegt kvikyndi... kannski geymdi hún einhverja græju í hárinu á sér, kannski eitthvað sem gaf henni raflost alltaf þegar höfuðið hallaði meira en 45°fram? En hún var líka nett grömpí bitsj. Kannski var hún bara á spítti? Já, eða pseudo efedríni eins og Agla sem komst að því í gær eftir að hafa ráðfært sig við lækninn Brynju að hún væri að ódía á flensulyfi. Hefur lítið sofið og étið skilst mér. Járnkerling líka. En ég þarf ekkert dóp til að vera járnkerling, ég hef bara mína eigin taugaveiklun og stress - best að keyra á því bara á meðan það er mikið að gera. Slíp? Æl slíp venn æm dedd! (Sem ætti að vera einhverntímann um miðjan júlí með þessu áframhaldi)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home