Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, júní 1

Súld

Það er íslenskt veður og inni hjá mér er skiltasmiður að setja To Rent skilti útí stofuglugga. Ég er mjög fegin að hann skuli vera kominn en á sama tíma er einhver tepruleg kerling inni í mér sem finnst þetta svo ósivilæsd, svona eins og ég sé svo despó og ódýr að ég þurfi að auglýsa mig úti í glugga. Terribly vulgar to advertise ones private quarters for everyone to see, segir kerlingin. Og ég hugsa: nei, helvíti er ég að breytast í enska yfirstéttakerlingu?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home