Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, júní 10

Leggja dag við nótt

Það er svo sem ekkert merkilegt að leggja dag við nótt á Íslandi á sumrin. Fyrir það fyrsta rennur þetta allt saman í hinni ofmetnu og ofurrómantíseruðu midnæt sönn og svo er alltaf einhver fáviti með loftbor tilbúinn að vekja mann eftir nokkurra stunda svefn á morgnanna. Hvað er málið með loftbora og Reykjavík. Held að ég hafi heyrt í loftborum í borginni síðan ég fæddist. Næstum daglega. Man ekki eftir þessu í öðrum borgum. Nema helst Barcelona. Er svona ódýrt að leigja loftbor? Geta allir gert það? Væri athugandi, kannski er þetta svaka stuð. Jæja, ég er farin að vinna meira, ekki veitir af.

1 Comments:

At 11:40 e.h., Blogger Króinn said...

Var við ritgerðarvörn í Uppsölum í dag undir stöðugum loftborshljóðum. Kannski þetta sé bara eitthvað summerthing svona. Og jú - man betur en ég vil muna eftir framkvæmdunum við Kínastaðinn á Comte Borrell hér um árið. Ó boj!

 

Skrifa ummæli

<< Home