Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, júní 20

Símtal

ring ring (meira svona bzz bzz - hann er nefnilega á diskrít)
ég: halló
Mamma: er Palli búinn að ná í þig?
ég: *sjitt* neeeii, var hann að reyna það?
M: Já, hann var alveg snælduvitlaus
ég: *gúlp* nú?
M: Já, hann segir að þú eigir að svara atvinnuveitanda þínum þegar hann hringir
ég: Já, jú en síminn var sko á diskrít og uppi í íbúð... *grmbl, grmbl*
M: hvar varst þú?
ég: nú, niðri í kompu að vinna (duh!!!)
M: Jæja _ (ritskoðað til að vernda einkalíf móður minnar), svo hringirðu í hann snöggvast, ha?
ég: *stress dæs* jamm, ég geri það ...
klikk
... á morgun.

ps. sorrí Palli, síminn var í alvörunni á diskrít uppi í íbúð, og ég var í alvörunni að vinna - æ sver tú godd
pps. Þori að veðja að mor og PV hafi fundist massa fyndið að segja að hann væri brjálaður út í mig. Greit, nú sef ég ekkert enn eina nóttina. Mæður! Fyrst ala þær mann upp, svo brjóta þær mann niður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home