Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, júní 24

*gúlp!* *gúggl!*

Fékk sjokk í gær þegar ég var að googla eftir orðum í gær (Google er besti vinur þýðandans) og eitt hittið var eitthvað helvítis bullið úr sjálfri mér af bloggsíðunni minni. Ég fann til sæbervíáttubrjálæðis. Fylltist spéhræðslu. Fannst eins og það vantaði útvegg á íbúðina mína - þennan við klósettið. Eins og það væri rör inn í heilann á mér - Being John Malkovitch syndróm. Djísús kræst! Mér hafði alltaf fundist ég bara vera að flissa eitthvað með vinum mínum en svo kemur í ljós að ég var að rífa kjaft úti í heimi. Bitsjandi um hluti sem ég hef ekki hundsvit á og blaðrandi því sem ég hefði betur haldið kjafti yfir. Auðvitað veit maður þegar maður byrjar að blogga að maður er ekki að hvíslast á við vini sína í lokuðu rými, en maður veit það bara ekki. Nú skil ég hvernig raunveruleikaþættir fúnkera. Maður bara gleymir því að það er einhver að horfa. Out of sight - out of mind.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home