Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, júní 2

Dem

Kom kona að skoða, hún tekur íbúðina ábyggilega ekki. Hún sagði: Isn't it noisy? Duh! Svona eins og gengur og gerist, ef hún vill búa á kyrrlátum stað þá á hún ekki að vera að koma að skoða íbúðir á Mílunni og trufla vinnandi fólk. Þannig að ég laug: No, not really. I work at home and it doesn't bother me at all. You get the odd busker but it is not really that bad.
Ég held að hún hafi ekki trúað mér.

1 Comments:

At 2:46 e.h., Blogger Króinn said...

Minnir á það hversu jafnmikið það kom íbúum Miklubrautarinnar í opna skjöldu að það væri umferð á Miklubrautinni og það kom Þráni Bertelssyni í opna skjöldu að það væru læti um helgar í miðbænum þegar að hann bjó í Grjótaþorpinu. Íbúar Miklubrautarinnar heimtuðu minnkaða umferð á Miklubrautinni og hljóðeinangrað gler frítt frá borginni og Þráinn heimtaði að Hitt húsið hætti að halda síðdegistónleika á Ingólfstorgi á föstudögum einmitt þegar að hann væri að leggja sig. Gott ef Þráinn fékk sitt ekki meira að segja í gegn. Maður hefur bara eitt að segja við svona fólk: Flytjið upp í Grafarholt! (eða til Leith í tilviki Edinborgar - eða eitthvað...)

 

Skrifa ummæli

<< Home