10 things I hate about you
Ég þoli ekki:
Háralitsauglýsingar með Claudiu Schiffer/Andie MacDowell/Chalize Therone - hversu heimskar halda þessir menn að við séum? Glætan að þessar ríku tíkur liti nokkurtíman á sér hárið heima - tja, nema kannski John Frieda komi spes heim til þeirra með tímið sitt fyrir Óskarinn.
Andie MacDowell í öllum útgáfum, líka Natalie Portman útgáfunni í SWIII - hvað var George Lucas að pæla?
Stillansa - ekki nóg með að kirkjan líti út eins og eitthvað krapp af setti á bandarískri sci-fi mynd, þá vöktu helvítin mig hálf sjö í morgun (eftir tæpa 4 tíma svefn) við það að setja stillansa á húsið hérna við hliðina.
Að fá mér sopa af mjólk haldandi að hún sé kók. Líka að taka óvart vitlausan bolla á kaffihúsi og fá sér sopa af köldu kaffi einhvers annars sem er farinn (óver and óver agen).
Leti - ólíkt flestum þá fer letin í sjálfri mér miklu meira í taugarnar á mér en leti annarra. Reyndar er leti í mér svo stresstengd að ég held að hún sé frekar einhver krankleiki, frestunarárátta eða verkkvíði? Gigt?
Ryksugur eða bara það að ryksuga. Miklu leiðinlegra en að vaska upp eða þrífa klósett. Það þyrfti að fá hann þarna Steve Job til að hanna ryksugur handa konum eins og mér. Nettar, léttar, og flottar. Helst sem hægt er að setja á bakið á sér eins og bakpoka. Þá getur maður líka ímyndað sér að maður sé geimskoðunarhetja að safna sýnum á fjarlægum hnetti.
Hátt áfengisverð á Íslandi, hver er nákvæmlega pælingin á bak við það að láta flösku af gini kosta 5900 krónur? Er verið að hafa vit fyrir manni? Á þetta að stemma stigu við áfengisdrykkju og spara þannig í heilbrigðiskerfinu? Alveg ótrúlegt. Svona lagað fær fólk bara til að leiðast út í dóp - það er miklu ódýrara. Ætli maður fari bara ekki að drekka Landa í sumar og æla svörtu.
Biðstofur sem eru ekki með nein almennileg blöð til að lesa, bara Tímarit Félags íslenskra bílaeigenda frá því á síðustu öld, Læknaritið, Æskuna og kannski Moggann síðan í fyrradag.
CNN fréttastofuna það er alveg magnað hvað þetta eru ömurlega lélegur og hlutdrægur fréttaflutningur, svo er fréttafólkið svo slísí, smajðrandi og flaðrandi alltaf upp um hvert annað "Yeah, Bob, it's been an amazing season... yadayada." Manni finnst eins og þetta sé bara eitthvað grín, leikrit eða bíómynd með Steven Segal.
Röflandi kerlingar eins og ég er búin að vera núna. Bloggandi eitthvað pirr bara vegna þess að ég er of vitlaus til að vinna af einhverju viti. Kaaadlinn að sofa úr sér partýið í gær. Ég geðvonda húsmóðirin sem er komin með tuskusýki af taugaveiklun. Djísös. Jæja, þessu lýkur á þriðjudaginn, þá byrjar nýr kafli í mínu lífi, í mínu stresslausa (hah!) lífi á Njálsgötunni.
4 Comments:
Já auðvitað, Andie McDowell! Hún var alveg glötuð svona, stelpan í
Star Wars. Gerði ekkert nema vera sæt og ólétt og ömurleg. Pöff.
Fáðu nú ekki magasár í stressinu. Annars finnst mér fyndið að hugsa mér Ísland sem stað til að róa taugarnar ... xxx E
iss þú segir það núna en bíddu bara þegar þú verður komin með pössun um hverja helgi, enginn vírdass leigusalar að veifa framan í mann furðulegum lögum frá fyrir tímum rúðuglers og hægt að fara í mat til mömmu.
Letikommentið sýnist mér nú eiga fremur illa við þig þessa dagana, ef eitthvað er að marka þrifnaðardugnaðinn í þér. Annars hef ég ekki lent í þessu með kalda kaffið frá öðrum á kaffihúsum. Djöfuls vibbi sem það hlýtur að vera.
ég hef komist ad tví ad frestunar-áráttan er aettarsjúkdómur okkar andfaetlinga og ég hef fengid tvofaldan skammt :( ég er búin ad fresta próflestri fram á sídasta dag (próf á morgun!) og mér tókst ekki einu sinni ad labba beint á bókasafnid núna - datt inn á netkaffi á midri leid. tetta er ekkert snidugt en ég bara raed ekki vid tetta! enda er tetta ólaeknandi sjúkdómur...;) (íris)
Skrifa ummæli
<< Home