Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, nóvember 30

Skotland er fallegtþriðjudagur, nóvember 29

Auga fyrir auga - pistill fyrir pistil

Ég ætla nú að snúa á Moggann og kópípeista frá honum grein fyrir greinina sem hann stal frá mér áður. Þetta er ritdómur hr. Skapta (Skafta?) um Gleðileikinn:

ÞAÐ MÁ heita nokkuð djarft og lítt söluvænlegt uppátæki, jafnvel bíræfni, af ungu skáldi að ráðast í það að yrkja upp á nýjan leik Divina Comedia eftir Dante, Hinn guðdómlega gleðileik og finna verkinu stað í 101 Reykjavík. Þetta gerir Sölvi Björn Sigurðsson í bók sem hann nefnirGleðileikinn djöfullega. Eins og nafnið bendir til er þó lítt vísað til tveggja hluta gleðileiks Dantes Paradiso og Purgatorio heldur beinist samlíking verksins meir að Inferno, þar sem illa farnar sálir fengu eilífðarvist samkvæmt miðaldarspeki Dantes. Vísun Sölva til gleðileiks Dantes er raunar margháttuð. Samlíking sögusviða er bara einn hluti þess. Auk þess velur Sölvi að setja verk sitt fram sem ljóðleik með terzínuhætti í anda Dantes og aukinheldur á söguhetja hans Mussju sér ást í meinum líkt og ítalska skáldið. Músa hans, Klara, samsvarar að nokkru Beatrice í verki Dantes. Í Hinum guðdómlega gleðileik leiðsagði Aristoteles Dante um landsháttu eftirlífsins en hér leiðir Dante Mussju um niflheima
Reykjavíkur. Á vissan hátt er hér um paródískt verk að ræða. Líkt og Dante gerði í verki sínu notar Sölvi tækifærið og blandar ýmsum nafnkunnum nútímamönnum inn í orðræðu sína og erst það oft kímilega úr hendi. Það rýrir þó alla paródíska tilburði Sölva að honum er ekki
mikið niðri fyrir og ég held að hann meiði engan með þessu hátterni sínu. Hér er fremur um að ræða kímilegan leik með nöfn kunningja en kaldhæðna ádeilu. Innihald verksins er raunar að mestu leyti fyllirísröfl því að sögutíminn og sögusviðið er Reykjavík nútímans frá Hlemmi til Ingólfstorgs um kvöld og nótt þar sem við fylgjum eftir Mussju á fylliríi og barrölti. Kennir þar margra sérkennilegra grasa og ýmsar kúnstugar persónur verða á vegi okkar. Inn í þetta fyllirísröfl fléttar Sölvi þó haganlega heimspekilegum yrðingum og átökum. Skáldmennið Mussju er öðrum þræðinum að berjast við vindmillur og kallast því söguheimurinn einnig á vissan hátt á við Don Quixote. Hann er jafnframt ,,rangur maður á röngum tíma / ívitlausu húsi“. Tímavillan er mikilvægur þáttur í kveðskapnum eins og ráða má af formi hans. En samkvæmt gamalli, íslenskri hefð er Mussju líka að kveðast á við fjandann því að Gleðileikurinn djöfullegi,væri lítils virði og stæði varla undir nafni án átaka við þann í neðra.
Texti Sölva er oft kímilegur og vel spunninn með myndrænu ívafi. Hann leitast við eftir fremsta megni að virða í senn terzínuháttinn klassíska og íslenska ljóðstafi og ferst það oftast nær nokkuð lipurlega. Ávallt er gleðin í nánd við blúsinn í ljóðunum því að sem fyrr segir er Reykjavík dregin upp sem einhvers konar niflheimur sútar og firringar. Mussju tekst á við þennan heim með ofurdrykkju og kjaftavaðli því í sorginni veit hann að hægt er halda drykkjunni áfram endalaust. Til að gefa ofurlitla sýn inn í eðli hins myndræna kveðskapar er rétt hér að tilfæra dæmi frá upphafi XXII. ljóðs:
Ég hélt þá út er húm var yfir fallið
en hugsær nætur enn í deyðu lá,
er enn var ég lífs og óreynt nætursvallið
og enn af veigum stillt var og kyrr mín
brá.
Mér sjálfum fyrir lá að lifa að nýju
og leita þess er féll í grafardá.

Hinn Djöfullegi gleðileikur er póstmódernísk endurvinnsluafurð í töluvert háum gæðaflokki. Þetta er dirfskufull tilraun til nýsköpunar sem ofin er úr Reykjavíkurlífi samtímans og textatilvísunum til fornra rita. Þótt mikill hluti textans gæli við lágkúrumenningu næturlífsinser hér ekki verið að eltast við markaðshugsun í listsköpun, sollinn eða klámið í víðri merkinguþeirra orða heldur listina og þá frjóu nautn sem fólgin er í þeirri rómantísku kennisetningu sem skáletruð er í bókinni: ,,Hið fagra er satt, hið sanna fagurt.“

Hvað finnst ykkur annars um þessa z-notkun? Ég er sjálf mjög hrifin af z svona fagurfræðilega og líka af málsögulegum nördisma en ég veit ekki... svo til að vera nojrotíski makinn þá finnst mér alveg afleitt að segja að Sölva sé ekki niðri fyrir í verkinu - mæn gott, hann er það en hefur þó húmor fyrir því und warum segir hann að honum takist oftast nær lipurlega að fylgja tersínuhættinum? Mér finnst að hann ætti að koma með dæmi þar sem honum finnst það ekki takast ef hann ætlar að halda þessu fram. Jááá, það finnst mér. En ég er auðvitað afskaplega stolt og ánægð með þetta - annars myndi ég ekki líma þetta hér inn. Gott gott. Allir út í búð og kaupa bókina svo. Hott hott.

Grasekkjan ég

Eins og margir vita þá er Sölvi heima á Íslandi að bransast með Gleðileikinn ógurlega djöfullega og skemmtilegahttp://edda.is/net/products.aspx?pid=1557&LastId=72369 en hegðun mín í einverunni - já eða fjarverunni, því ég er ekki alveg ein þar sem ég bý með Ástu og draugi og á ýmsa að hér í borg - hefur verið svona:
1. stig: örvinglun og ringlun almenn yfir að þurfa að sofa ein í stóru og gormahvössu rúmi, brást við með því að glápa stjörf á dvd þangað til ég missti meðvitund.
2. stig: ofvirkni - vaknaði eftir örfárra klukkustunda svefn, hellti upp á kaffi og drakk sirkabát 5þúsund bolla, þvoði 5 vélar (hefði þvegið fleiri en það var allt orðið hreint), tiltekt gríðarleg, tilfæringar á húsgögnum og skrautmunum í herberginu okkar, massíf þýðingartörn, 100 magaæfingar (what the hell was that all about?!!), pakkaði niður fyrir Íslandsför, netrúnturinn:mbl-edda-bjartur-jpv-solvablogg-siggablogg-mittblogg-huxanavélin-EÖN-írisfrænka-valurfrændi-álfrún-kistan-bokmenntir-visir-gmail-webmail-hotmail-mbl (netrúnturinn gerist á klukkutímafresti), sturtubað, hringdi í sölva og blaðraði óskaplega, hringdi í Garðar að reyna að ná í Einar Örn og bullaði á msn.
3. stig: sturlun - fór í búðir og keypti mér eitthvað dót sem ég hef ekkert við að gera. Hefði sennilega keypt meira nema allt það sem ég girntist var ekki til í 10 eða 12. Eins gott því ég á ekki fyrir þessari eyðslu. Seratónin fyllerí sem ég held að endi á því að ég fari aftur á stig 1.

Ég veit að ég get ekki lifað í þessum vítahring mjög lengi og því hef ég breytt miðanum mínum til Íslands og flýtt komu minni um viku. Ég kem því ekki 16. des eins og ég ætlaði áður heldur 8. des. Ójájá. Ég hlakka bara til, svei mér þá. Ó, já sei sei.

sunnudagur, nóvember 27

Hræsni og hænsni

Uppgötvaði í morgun að það er hægt að horfa á Popptíví læv á netinu, sem er frábært þar sem við erum sjónvarpslaus hér á heimilinu og mér finnst stundum gaman að sjá skemmtileg myndbönd. En mér finnst alveg fáránlegt að Popptíví skuli apa það upp eftir bandarískum fjölmiðlum að "hreinsa" upp texta í lögum með því að klippa á orð sem fara fyrir brjóstið á einhverju pc liði. Tildæmis var núna rétt áðan lagið Stan með Eminem nema það vantaði svona 15% af því þar sem að ekki mátti heyrast fuck eða shit eða annað eins. Þetta er svo hjákátlegt. Merkilegt að leggja ákveðin orð í einelti og banna þau eins og illskan sjálf spretti þaðan. Hvers vegna er shit eitthvað verra orð en crap? Það þýðir það sama. Alltaf jafn ótrúlega kjánalegt í bandarísku sjónvarpi þegar fólk segir "oh, crap!", þetta fór ótrúlega í taugarnar á mér við Friends. Er munur á dévítans saur eða djöfulsins drullu? Fyrir utan að brjóta gegn málfrelsi þá finnst mér þetta vanvirðing við það listaverk (tónlist er jú list) sem verið er að sýna. Þetta er ekkert öðruvísi en að einhver færi með skæri og klippti brjóstin af Venusi í málverki Botticellis eða tippin úr málverkum Helga Þorgils. Betra væri að sleppa alveg að sýna myndbandið en að sýna það svona.
Það fáránlegasta af öllu í þessu er að á sama tíma eru sýnd myndbönd eins og These Boots are made for Walking með druslunni henni Jessicu Simpson þar sem hún iðar um eins og hóra á bikiní einu fata og nuddar sér upp við bíl sem hún á að vera þrífa og lapdansar við einhverja karla inni á bar. Og svona eru flest myndbönd þar sem að konur koma fyrir. Það má sem sagt ekki segja ho' eða bitch en það má alveg sýna þær.

sunnudagur, nóvember 20

Gettavei

Vei vei ég er að fara í rómantíkstgettavei: http://www.devereonline.co.uk/jdevere.htm?http://www.devereonline.co.uk/hotel_cameron
svo er ég líka með bíl með tölvu og bakkmyndavél - veiveivei

föstudagur, nóvember 11

Það er ljós í einum glugga í kastalanum

Klukkan er ekki nema rétt rúmlega fimm og ég er glaðvakandi. Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að ég sé árrisul í dag, held að það teljist ekki þegar maður vaknar svona upp úr fjögur, tja nema maður geri það að jafnaði eins og tengdapabbi sem vaknar svona um það leyti sem ég fer að sofa.
Hildur kom í gær og við þvældumst um bæinn, drukkum smá bjór og fórum síðan í háttinn bara um miðnættið. Þessi óvenjulegi háttatími hefur alveg farið með líkamsklukkuna hjá mér og nú er ég snarstressuð yfir því að verða hrikalega syfjuð um sjöleytið og sofna og vera svo algjörlega á skjön við gest minn í svefnmálum.
Ég bít svo fast saman í svefni og gnísti svo tönnum að ég næ varla í sundur kjálkunum á mér lengur til að neyta matar og drykkjar. Þetta er undarlegt mál og mætti halda að ég ynni við kjarnorkusprengjusmíðar en ekki þýðingar. Já, eða að mála Friscobrúnna sem mér skilst er frekar stressandi djobb. Kannski getur Inga tannlæknir látið mig fá eitthvað mjúkt til að setja á milli tannanna á nóttunum, nema hún geti látið mér í té einhvurskonar tjakk - til að ná kjaftinum á mér í sundur þegar ég vakna.
Hvað ætli klukkan sé í Taívan? Hef ekki séð Öglu á msn síðan í síðustu viku. Spennt að vita hvað er að gerast hjá henni og Steinari. Ég fór einmitt niður á North Bridge um daginn til að kíkja á risastóra landakortið þar til að átta mig betur á því hversu langt í burtu þau eru. Mjög langt.
Jæja, ætli ég reyni ekki að vinna bara þangað til að svefninn sækir á mig eða Hildur mín vaknar. Hún er nefnilega árrisul því að hún á barn.

þriðjudagur, nóvember 8

slómó mófó


Ég er búin að vera á fullu síðan ég vaknaði í morgun en samt hefur mér einhvernveginn tekist að gera ekki neitt, ekki afkastað nokkru, og ég skil þetta ekki. Dagurinn er ein runa af hálfkláruðum verkum og hugmyndum sem dóu í fæðingu, ég fer úr einu herberginu í annað en gleymi um leið til hvers ég kom og fer aftur út. Það eina sem mér tókst að gera svona nokkurnveginn í einu kasti var að fara í sturtu og klæða mig. Hugsanir mínar eru eins og brotnir ljósgeislar - út um allt en þó hvergi hægt að negla þær niður. Hér er þó eitt og annað sem slapp flögrandi út úr hausnum á mér en ég náði að grípa í með því að flengjast á milli herbergja:
Finnur á afmæli í dag.
Hildur kemur ekki á morgun heldur hinn.
Ég á einn lítinn julebrygg í ísskápnum sem Sölvi kom með frá Köben.
Its a long vei tú tipparerí.
Kaiser Chiefs tónleikar í Glasgow í apríl - muna kaupa miða.
Hringja í Finn, hann á afmæli.
Tesco - panta mat?
Það á eftir að borga gasið.
30. nóv - Antony and the J's og haggisát.
julebrygg... mmm
Its a long vei vei vei veit að ég á að setjast á rassgatið og fara að vinna, hætta að blogga, (fá mér julebrygg?) gera 30 bls í dag. Jamm.
Pósta einni mynd af Auði og Hemma síðan í gær því að þau eru falleg og góð. Svo fæ ég mér julebrygg. Og vinn eins og mófó.

mánudagur, nóvember 7

Æsa ertu að blogga?

Fann tengil á bloggsíðu á Æsu og sagði vei! um leið og ég sló á enter, en mér til mikilla vonbrigða þá hefur mín skemmtilega og afskaplega pennafæra vinkona ekki birt neinar færlsur þarna. Hún er þó með tengil inn á mig - það er fallegt. En mikið vildi ég að hún færi nú að blogga, þá mun ég setja tengil á hana.

laugardagur, nóvember 5

Gott og slæmt

Gott er að ég á allt í einu peninga í bankanum - ekki mikla en peninga þó. Slæmt er að tölvan mín er með vesen, þykist vera að gera eitthvað og breytir bendlinum í stundaglas þegar ég reyni að fá hana til að opna forrit eða skjal þannig að ég get ekkert gert nema horft á desktoppinn og óþolandi stundaglasið sem virðist aldrei tæmast.

föstudagur, nóvember 4

óþolandi

Djöfull getur þetta verið óþolandi þegar publishing tíminn á blogginu tekur eilífð og birtir síðan ekki neitt. Var búin að gera færslu um hvernig Sölvi skildi mig eftir í rigningunni með hálflokað masterkort og hvernig mér tókst að klára jólagjafainnkaupinn sem terapíu við þunglyndi en væri því sorgleg en þó ánægð... nema þetta var auðvitað allt óskaplega vel orðað og hnyttið...

miðvikudagur, nóvember 2

The Bitch

Steinar og Agla fara til Tævan í dag og skilja okkur eftir í Edinborg til að glíma við veturinn og lífið. Þau vita ekki hvenær þau koma aftur, eru með íbúð í K og hlusta ekkert á hræðsluáróður okkar um fuglaflensu og stífkrampa. Þau ætla að athuga með lífið í Tævan. Lífið er tæfa(n).