slómó mófó
Ég er búin að vera á fullu síðan ég vaknaði í morgun en samt hefur mér einhvernveginn tekist að gera ekki neitt, ekki afkastað nokkru, og ég skil þetta ekki. Dagurinn er ein runa af hálfkláruðum verkum og hugmyndum sem dóu í fæðingu, ég fer úr einu herberginu í annað en gleymi um leið til hvers ég kom og fer aftur út. Það eina sem mér tókst að gera svona nokkurnveginn í einu kasti var að fara í sturtu og klæða mig. Hugsanir mínar eru eins og brotnir ljósgeislar - út um allt en þó hvergi hægt að negla þær niður. Hér er þó eitt og annað sem slapp flögrandi út úr hausnum á mér en ég náði að grípa í með því að flengjast á milli herbergja:
Finnur á afmæli í dag.
Hildur kemur ekki á morgun heldur hinn.
Ég á einn lítinn julebrygg í ísskápnum sem Sölvi kom með frá Köben.
Its a long vei tú tipparerí.
Kaiser Chiefs tónleikar í Glasgow í apríl - muna kaupa miða.
Hringja í Finn, hann á afmæli.
Tesco - panta mat?
Það á eftir að borga gasið.
30. nóv - Antony and the J's og haggisát.
julebrygg... mmm
Its a long vei vei vei veit að ég á að setjast á rassgatið og fara að vinna, hætta að blogga, (fá mér julebrygg?) gera 30 bls í dag. Jamm.
Pósta einni mynd af Auði og Hemma síðan í gær því að þau eru falleg og góð. Svo fæ ég mér julebrygg. Og vinn eins og mófó.
5 Comments:
Já, Auður og Hemmi eru vissulega bæði falleg og góð - því verður ekki neitað. Hins vegar krípar það mig pínu út að Hemmi, sem er annars mjög indæll og ljúflingspiltur, er alveg að rokka sækólúkkið á þessari mynd.
Tomorrow, tomorrow I love you tomorrow it's only a day away... Hugurinn lagður af stað, er algjörlega vonlaus í vinnuni, fer kannski bara að skrúbba bein tú okkjúpæ mæ tæm
eh eh ífan mí æ vírú síjú FFFFEEEERRRÍ sún
eh eh, batí wen ah jú kamín? Wíþ ða ahlí moníng fræt?
heeeeló, takk fyrir póstkortið, kom skemmtilega á óvart. reyndi sko að skrifa eitthvað um daginn sem þurkaðist út og hringja í þig líka en það mislukkaðist sömuleiðis - verð alla vega hér um jól og áramót og sé þig þá, það verður gaman, jólaglögg 22. - Laufey.
Mér finnst Hemmi bara mjög hugljúfur og ástfanginn á þessari mynd...
Skrifa ummæli
<< Home