Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, nóvember 11

Það er ljós í einum glugga í kastalanum

Klukkan er ekki nema rétt rúmlega fimm og ég er glaðvakandi. Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að ég sé árrisul í dag, held að það teljist ekki þegar maður vaknar svona upp úr fjögur, tja nema maður geri það að jafnaði eins og tengdapabbi sem vaknar svona um það leyti sem ég fer að sofa.
Hildur kom í gær og við þvældumst um bæinn, drukkum smá bjór og fórum síðan í háttinn bara um miðnættið. Þessi óvenjulegi háttatími hefur alveg farið með líkamsklukkuna hjá mér og nú er ég snarstressuð yfir því að verða hrikalega syfjuð um sjöleytið og sofna og vera svo algjörlega á skjön við gest minn í svefnmálum.
Ég bít svo fast saman í svefni og gnísti svo tönnum að ég næ varla í sundur kjálkunum á mér lengur til að neyta matar og drykkjar. Þetta er undarlegt mál og mætti halda að ég ynni við kjarnorkusprengjusmíðar en ekki þýðingar. Já, eða að mála Friscobrúnna sem mér skilst er frekar stressandi djobb. Kannski getur Inga tannlæknir látið mig fá eitthvað mjúkt til að setja á milli tannanna á nóttunum, nema hún geti látið mér í té einhvurskonar tjakk - til að ná kjaftinum á mér í sundur þegar ég vakna.
Hvað ætli klukkan sé í Taívan? Hef ekki séð Öglu á msn síðan í síðustu viku. Spennt að vita hvað er að gerast hjá henni og Steinari. Ég fór einmitt niður á North Bridge um daginn til að kíkja á risastóra landakortið þar til að átta mig betur á því hversu langt í burtu þau eru. Mjög langt.
Jæja, ætli ég reyni ekki að vinna bara þangað til að svefninn sækir á mig eða Hildur mín vaknar. Hún er nefnilega árrisul því að hún á barn.

3 Comments:

At 5:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 4:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

sael min kaera, eg er enn an nettenginar en fekk a skjotast i tolvu leigusalans her i Kaoshiung, laet i mer heyra fyrr en seinna a msn eda skype. Annars er ibudin craaasyyy, to hun se "bara" a 11 haed...
astarkvedja,
agla

 
At 11:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

....how wrong you were about me being árrisul, á nebblega barn sem finnst gott að sofa á morgnana eins og mér.
Það var ógisslega gaman að heimsækja ykkur, var bara ALLT OF stutt, ég sat með fýlusvip alla leiðina heim, þó að jökullinn hafi verið fallegur. Núna þykist ég vinna, gengur ekki einu sinni vel að þykjast.
Bíð eftir að sjá þig á MSN og ennþá meira að hitta þig um jólin...knús knús Hirooda

 

Skrifa ummæli

<< Home