Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, nóvember 29

Grasekkjan ég

Eins og margir vita þá er Sölvi heima á Íslandi að bransast með Gleðileikinn ógurlega djöfullega og skemmtilegahttp://edda.is/net/products.aspx?pid=1557&LastId=72369 en hegðun mín í einverunni - já eða fjarverunni, því ég er ekki alveg ein þar sem ég bý með Ástu og draugi og á ýmsa að hér í borg - hefur verið svona:
1. stig: örvinglun og ringlun almenn yfir að þurfa að sofa ein í stóru og gormahvössu rúmi, brást við með því að glápa stjörf á dvd þangað til ég missti meðvitund.
2. stig: ofvirkni - vaknaði eftir örfárra klukkustunda svefn, hellti upp á kaffi og drakk sirkabát 5þúsund bolla, þvoði 5 vélar (hefði þvegið fleiri en það var allt orðið hreint), tiltekt gríðarleg, tilfæringar á húsgögnum og skrautmunum í herberginu okkar, massíf þýðingartörn, 100 magaæfingar (what the hell was that all about?!!), pakkaði niður fyrir Íslandsför, netrúnturinn:mbl-edda-bjartur-jpv-solvablogg-siggablogg-mittblogg-huxanavélin-EÖN-írisfrænka-valurfrændi-álfrún-kistan-bokmenntir-visir-gmail-webmail-hotmail-mbl (netrúnturinn gerist á klukkutímafresti), sturtubað, hringdi í sölva og blaðraði óskaplega, hringdi í Garðar að reyna að ná í Einar Örn og bullaði á msn.
3. stig: sturlun - fór í búðir og keypti mér eitthvað dót sem ég hef ekkert við að gera. Hefði sennilega keypt meira nema allt það sem ég girntist var ekki til í 10 eða 12. Eins gott því ég á ekki fyrir þessari eyðslu. Seratónin fyllerí sem ég held að endi á því að ég fari aftur á stig 1.

Ég veit að ég get ekki lifað í þessum vítahring mjög lengi og því hef ég breytt miðanum mínum til Íslands og flýtt komu minni um viku. Ég kem því ekki 16. des eins og ég ætlaði áður heldur 8. des. Ójájá. Ég hlakka bara til, svei mér þá. Ó, já sei sei.

1 Comments:

At 4:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Að hringja í Nonna til að ná í Manna. Mikið er þetta fallegt.
-eön

 

Skrifa ummæli

<< Home