Helga Soffia

Karibuni

sunnudagur, nóvember 27

Hræsni og hænsni

Uppgötvaði í morgun að það er hægt að horfa á Popptíví læv á netinu, sem er frábært þar sem við erum sjónvarpslaus hér á heimilinu og mér finnst stundum gaman að sjá skemmtileg myndbönd. En mér finnst alveg fáránlegt að Popptíví skuli apa það upp eftir bandarískum fjölmiðlum að "hreinsa" upp texta í lögum með því að klippa á orð sem fara fyrir brjóstið á einhverju pc liði. Tildæmis var núna rétt áðan lagið Stan með Eminem nema það vantaði svona 15% af því þar sem að ekki mátti heyrast fuck eða shit eða annað eins. Þetta er svo hjákátlegt. Merkilegt að leggja ákveðin orð í einelti og banna þau eins og illskan sjálf spretti þaðan. Hvers vegna er shit eitthvað verra orð en crap? Það þýðir það sama. Alltaf jafn ótrúlega kjánalegt í bandarísku sjónvarpi þegar fólk segir "oh, crap!", þetta fór ótrúlega í taugarnar á mér við Friends. Er munur á dévítans saur eða djöfulsins drullu? Fyrir utan að brjóta gegn málfrelsi þá finnst mér þetta vanvirðing við það listaverk (tónlist er jú list) sem verið er að sýna. Þetta er ekkert öðruvísi en að einhver færi með skæri og klippti brjóstin af Venusi í málverki Botticellis eða tippin úr málverkum Helga Þorgils. Betra væri að sleppa alveg að sýna myndbandið en að sýna það svona.
Það fáránlegasta af öllu í þessu er að á sama tíma eru sýnd myndbönd eins og These Boots are made for Walking með druslunni henni Jessicu Simpson þar sem hún iðar um eins og hóra á bikiní einu fata og nuddar sér upp við bíl sem hún á að vera þrífa og lapdansar við einhverja karla inni á bar. Og svona eru flest myndbönd þar sem að konur koma fyrir. Það má sem sagt ekki segja ho' eða bitch en það má alveg sýna þær.

2 Comments:

At 1:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Spaklega mælt. Alveg drullusammála þér.

 
At 1:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

heyrðu, rakst á hann sölva á föstudaginn á ölstofunni - gaman að sjá hann - en hann kom alveg af fjöllum þegar ég sagði honum að þú hefðir farið í rómantískt gettavei :) hlakka til að sjá þig kona, hvenær er von á þér? L.

 

Skrifa ummæli

<< Home