Æsa ertu að blogga?
Fann tengil á bloggsíðu á Æsu og sagði vei! um leið og ég sló á enter, en mér til mikilla vonbrigða þá hefur mín skemmtilega og afskaplega pennafæra vinkona ekki birt neinar færlsur þarna. Hún er þó með tengil inn á mig - það er fallegt. En mikið vildi ég að hún færi nú að blogga, þá mun ég setja tengil á hana.
3 Comments:
Æ,æ,æ. Ég bloggaði í sumar - lenti svo í stalker og eyddi blogginu í panikki. Einkalíf mitt fer nú huldu höfði. Ég hef ekki nógu sterk bein í þetta!
Hélt hinsvegar tenglunum inni því þetta eru þeir sem ég les á hverjum degi... Knús að heiman elsku vinkona, bið að heilsa Sölva.
jahérna! Það er ljótt að heyra.
Já, þetta hljómaði nú kannski í það dramatískara hjá mér. Eilítið, ívið.
Skrifa ummæli
<< Home