Gullfiskaminnið ógurlega ... man bara alls ekki hvað ég ætlaði að blogga um ... ef hárið er rakað af ljóskum hætta þær þá að vera vitlausar? Datt þetta svona í hug... kannski ... maður hagar sér ábyggilega öðruvísi þegar maður er sköllóttur, sér í lagi ef hárið var mikill partur af ídentítedinu og jafnvel tól í samskiptum - hver man ekki eftir (ómigod sjónvarpsmarkaðurinn búinn að infiltrera heilabúið) klassíka atriðinu þar sem stúlka/kona tekur hárið niður og tilvonandi/óskandi verandi (er mikið í sagnpælingum þessa dagana) elskhuginn missir andann?
Já, en það var ekki hár sem ég ætlaði að blaðra um. Síður en svo. Helst í fréttum hjá mér er að ég er ennþá með hita og aumingjaleg öll inn í mér, hálfkjökrandi af leiðindum og sljóleika. Samt sem áður tókst mér að fjárfesta (svo hagstætt gengið) í strigaskóm í dag á 15 evrur - þeir ná að vera dömulegir, sportlegir, glamúrus, hálandalegir og pönkaðir allt í senn, nokkuð góð kaup fyrir 15 evrur (og já PV - þeir eru nr. 39). Mér finnst alltaf ágætt að fá sem mest fyrir aurinn. Ansi er mikið af svigum og þankastrikum og þrípunktum og kommum og almennum útúrdúrum á þessu bloggi mínu (bendir kannski til að ég taki vettvanginn ekki alvarlega - nema það sýni að ég búi alls ekki yfir línulegri hugsun), ég er að velta því fyrir mér hvort það sé pirrandi...
Ætli þetta sé ekki gott bara, ágætt í bili svona miðað við að ég steingleymdi hvað ég ætlaði að segja og man það ekki enn.