Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, febrúar 11

Góður Bubbi

Ég er ánægð með Bubba Morthens í dag: http://www.visir.is/article/20080211/LIFID01/80211075
Nóg af xenophobíu. Hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingum finnst sjálfsagt að þeir fái að ferðast um allar trissur, kaupa sér hús í Torreviaja eða Torremolinos eða vottever án þess að læra orð í tungumálinu (það er svo sniðugt þegar þjónninn segir: mamma borga!) en svo á Ísland að vera fyrir Íslendinga, án þess að sú skilgreining sé endilega alveg ljós. Svo finnst fólki alveg frábært hvað Vestur-Íslendingar í Kanada skuli enn halda í íslenska menningu, baka flatbrauð og tala frónskuna, en kvartar svo og vælir yfir því að finna dýrindisilm af karrý og kókos frá nágrönnunum nýaðfluttu. Uss.
Allir á tónleika!

2 Comments:

At 8:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Brillfærsla. Þú ættir að skella henni í brillblaðagrein. En hvað er þetta með geitungana tvo!?! Dí ... heimur versnandi fer! Ég hef bara einu sinni séð geitung hérna. Að vísu uppi í fjalli. Auja

 
At 5:13 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Já, ég bý (bee á ensku...ahaha)líka uppi í fjalli. Hér eru geitungar. Niðurfrá eru kakkalakkar eins og þú hefur komist að... oj, fæ enn hroll við að hugsa um paelluna!

 

Skrifa ummæli

<< Home