Solo
Ég er grasekkja. Sölvi fór til Íslands til að gleðja Beggu systur sína. Hún blés til afmælisveislu og langaði til að hafa allt sitt fólk hjá sér. Hann kemur heim á morgun. Það er gott því að ég er með alveg óskaplega mikinn þrýsting í hausnum svona eins og ég sitji ofan á botni bládjúprar sundlaugar. Ég get flautað með auganu ef ég held fyrir munn og nef og blæs. Ég get hins vegar ekki losnað við helluna sem ég er með hægra megin.
Ég hlusta á The Lyre of Orpheus með Nick Cave - það er mögnuð plata. Plata ... svona kemur maður upp um sig. Hver gefur út plötur í dag?
Jæja, ég ætla að éta chilli og engifer og athuga hvort þetta hauskvef fari ekki.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home