Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, febrúar 8

Fílsungar

Geit-ungar. Hverskonar orð er það? Rost-ungar? Hvernig eru fullorðnir rostar? Með tennur. Fílsungar eru ekki með tennur en fullorðnir fílar eru oft með glæsilegar tennur. Mannskepnan er andstyggileg, hún drepur fíla fyrir tennur. Býr til tilgangslaust pjatt úr þeim og þá kallast það fílabein, en er í rauninni tönn (eru tennur kannski bein, Hildur?). Í Kenýa bakk in ðe dei (áður en fólk fór að drepa hvert annað úti á götu) voru haldnar fílatannabrennur til að klekkja á fílabeinsiðnaðinum. Það virkaði víst. Ég veit ekki hvort að bálkestir komi að einhverju gagni núna til að bæta ástandið í Kenýa (nei, ekki Kenýu, ég þoli það ekki sérstaklega ekki þegar fólk skrifar það með einföldu: Keníu - viðbjóður). Eníhú, það sem ég er semsagt að koma til skila hér er að það eru geitungar í hengirúminu - 2stykki. Hvað lifa geitungar lengi? Ætli þeir verði að geitum í lok dags? Höhöhö.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home