Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, mars 1

Titringur

Jahérna ég skal sko segja ykkur það! Ekki laust við að ég sé að stressast ansi mikið núna þessa síðustu daga. Sat hér að fara yfir pappíra og fjármál með doða í kinnum, hálflömuð í framan eins og bótoxfyllt Nicole Kidman. Alltaf skal maður finna eitthvað nýtt sem ekki hefur komist ofan í kassa og aldrei getur neitt alveg gengið upp eins og maður ætlast til. En þetta mjakast. Mjakast.
Ástu vantar samleigjanda þannig ef einhver þarna langar til að búa við kastala, tónleikahöll og hóruhús með góðri konu, afskiptalausum draug og feiminni mús þá má viðkomandi pósta komment hér fyrir neðan.
Um helgina fylltist húsið af bandbrjáluðum íslendingum, kaupóðum og góðglöðum, gargandi, hoppandi kátum, syngjandi glöðum og öskrandi fullum. Það var svakalegt. Það var gaman.Það voru Ninna, Hinrik Örn og hún Klara mín. Nú er bara að hlífa líkamanum við sukki og svínaríi þangað til komið verður til Spánar en þar á maður varla von á rólegheitunum einu, sér í lagi ekki hjá honum Kára í Valencia þar sem hefur verið fenginn kokkur til að elda ofan í okkur og allur bærinn mun hvolfast á hausinn og kveikja í furðuverum.
Nú ætla ég að fara að sjá Joquin vera Johnny. Adieu.

6 Comments:

At 7:14 f.h., Blogger Króinn said...

Er það Valencia frekar en BCN á næstunni hjá ykkur?

 
At 7:55 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Barcelona svo Valencia og svo Barcelona

 
At 7:56 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

svo Brussel svo Aþena svo Ródos svo Aþena svo Edinborg ... og svo helv. Reykjavík

 
At 10:46 f.h., Blogger Fjalsi said...

hóruhús með góðri konu, afskiptalausum draug og feiminni mús

 
At 10:46 f.h., Blogger Fjalsi said...

hljómar bara helvíti fínt

 
At 5:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mæli ekki með þessari mynd um jonní við neinn enda ætlaði ég ekki að sjá mynd um valin atriði úr hans ævi í hollywood-búningi en það var engin önnur mynd í köben þannig að . . . mistök. L.

 

Skrifa ummæli

<< Home