Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, mars 2

teppahreinsitunga

Skelfing. Í gær át ég pasta á einni mestu búllu sem ég hef étið á. Hún er líka af Leith Walk. Eigandinn/kokkurinn er snarbrjálaður og ég er ekki frá því að hann hafi verið blindfullur. Hann lítur út eins og Luigi úr Mario Bros leikjunum. Hann eldaði ofan í mig penne með chillisósu og hvítlauk. Nei, ég held að það hafi frekar verið hvítlaukur í chillisósu með penne. Ég þori ekki að opna munninnn nema í einrúmi af ótta við að Sölvi verði fráhverfur mér að eilífu. Ég óttast samt mest að ropa. Ég hugsa að ég verði að fara út í búð og kaupa mér steinseljuknippi og leggjast á það eins og hrúturinn sem ég er.

8 Comments:

At 2:04 e.h., Blogger Króinn said...

Ég hef einhvern veginn aldrei fundið þessa frægu vondu lykt af hvítlauksætum. Stundum transpírerast mikill hrár laukur hjá manni en hvítlaukur... veit ekki.
En ég er líka karlmaður og við erum víst með sjö sinnum verra lyktarskyn (segja svipuð sannleiksfræði og halda því fram að konur geti ekki bakkað inn í stæði og svoleiðis bull).

 
At 3:41 e.h., Blogger Fjalsi said...

Ég veðjaði við sjálfan mig og vann. Það er sá hlutur minn sem veðjaði að þetta eina komment sem komið væri undir þessa færslu væri frá Sigga. Hann gerist víst brátt jafn víðförull í kommentakerfum og Þórdís Gísladóttir. Sem ég hefi hitt í eigin persónu og get staðfest að er ekki einungis netídentití. En aftur á móti fór ég að hugsa um bílastæðaíbakk og minnist þess ekki að hafa séð konu bakka í stæði. En það er ekki þar með sagt að ekki finnist konur sem geta ekki bakkað í stæði. Það væri svona eins og að efast um tilvist gvuðs á þeim foresendum að maður hafi aldrei séð hann. sem ég reyndar geri............

 
At 4:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Systur mínar tvær bakka í stæði eins og herforingjar. Og eru snöggar að því.

 
At 2:47 f.h., Blogger hosmagi said...

Stemmir. Enginn herforingi sem ég þekki kann að bakka í stæði.

 
At 3:10 e.h., Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Engin óverðskulduð brigsl Hjörtur. Ég er ekkert víðförul í kommentakerfum. Það hlýtur að vera einhver annar sem hefur stolið mínu ídentiteti.
En ég bakka iðulega í stæði af miklu listfengi.

 
At 9:11 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Siggi - nei, einmitt ég hafði enga trú á þessari frægu hvítlauksremmu fyrr en hún rétt drap mig þarna um kvöldið. Og Hössi ég kann sko að bakka í stæði, get meira að segja bakkað í stæði hérna þar sem allir keyra öfugu megin á götunni. Jájá, karlinn minn, ég er nú hrædd um það.

 
At 7:26 e.h., Blogger Fjalsi said...

jújú - vissulega geta konur bakkað í stæði og margar þeirra hljóta meir að segja að gera það ... ábyggilega ... hef heldur aldrei sagt annað ... en hins vegar trúi ég ekki á guð, og hef aldrei séð hann, hana, það, skiptir kannski ekki máli því hann er ekki til í mínum augum, hún, það...

 
At 8:10 e.h., Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Ég gæti ekki bakkað í stæði þó lífið lægi við.

 

Skrifa ummæli

<< Home