Litlir kassar
Á ganginum standa nú þrettán plastkassar, einn Ikeabeddi, græjukassi, fatapoki og ein ferðataska. Þessir hlutir standa þarna merktir fólki á Íslandi og bíða eftir skrifborðsstól og litlum pappakassa með peysum og ábreiðum. Ég er lasin, forkelaðist í gær í ógurlegum göngutúr upp um holt og hæðir, við SB gengum út úr borginni, upp á fjallling (sbr. kettling), niður aftur og inn í borg. Sólin skein en náði þó ekki að bræða klakann af tjörnum og pollum. Í nótt snjóaði. Edinborg er ægifögur snævi þakin og sindrandi í vetrarsól. Hvar er vorið? Hvor er livet?
Á ísskápnum er orðsending: Czech invite all other nations to their flat party!
Við ætlum að kíkja í þeirri trú að "flat" þýði íbúð en ekki flatt.
1 Comments:
Hæskan,
hvert er netfangið þitt?
mrán
Skrifa ummæli
<< Home