Helga Soffia

Karibuni

laugardagur, mars 25

2 dagar í Grikkland

Ég hlakka til að koma til Grikklands en samt langar mig ekkert til að fara frá Spáni. Það er að segja mig langar ekki að fara frá Spáni alveg. Ég vildi að ég væri að koma aftur hingað eftir Grikkland. Það er eitthvað svo alveg einstakt við Barselóna, ég fann það strax í fyrsta skiptið sem ég kom hingað (bakk in ðe dei sko), mér fannst ég hafa fundið minn stað í heiminum - svona mitt á milli Afríku og Íslands. Síðan þá hefur borgin mikið breyst, orðin meira hipp og kúl og ríkari og aðeins hraðari í henni gangurinn, en mér líður ennþá alveg ótrúlega vel hérna. Mér finnst fátt betra en að rölta um hverfin hérna með hafgoluna í hárinu og borgarhávaðan í eyrunum, setjast niður á einhverjum furðulegum bar og fá mér Estrellu eða vermút, lalla svo niður að sjó og sitja í sandinum - þótt hann minni oft á öskubakka. En ég á aðeins 2 daga eftir hér í þessari ferð og ég þarf að vinna, hitta Babi vin minn frá Gambíu sem ætlar að sýna mér brullupsmyndirnar sínar, kíkja á terrössuna hjá Sylviu í grill á morgun, líta á Ravalmarkaðinn og spjalla við Pollo, hitta Nicolas, leika við Úlf, spila kana við Emblu, Ingó og Sölva (verð að láta fylgja að ég rústaði spili gærkvöldsins með helmingi fleiri slagi en næsti maður... gerist ekki nógu oft) og bla bla bla. Djöfull er ég annars að verða leiðinlegur bloggari, mér dettur aldrei neitt í hug, kannski er það fuglaflensan/streptókokkarnir. Ég veit það ekki. Best að ég vinni bara meira núna. Veriði blessuð.

1 Comments:

At 9:50 e.h., Blogger Króinn said...

Nei, þvert á móti, þetta eru skemmtilegustu færslurnar: þegar að maður fær fréttir af hversdagsleikanum (þó að það ríki nú lítill hversdagsleiki í henni Börsu).

 

Skrifa ummæli

<< Home