Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, mars 24

Enn hér

Ég er enn hér, enn á lífi - ótrúlegt nokk, því þetta er ein mesta viðbjóðsflensa sem ég hef lagst í skal ég segja ykkur, ég er enn með hálsbólgu og með hor eins og krakkagemlingur í norðangarra í sandkassa á leikskóla, eða eitthvað svoleiðis. Ætli ég sé komin með streptókokka? Fuglaflensu? Það verður að koma í ljós því ég nenni ekki til E111 læknis og ætla því bara að vona að grísk sól og grýttar strendur lækni mig. Við höldum til Aþenu í faðm Steinars Braga á mánudaginn. Minni svo á afmæli mitt 30. mars næstkomandi. Dansmeyjar og lúðrasveitir afþakkaðar en ég fer að grenja ef ég fæ engar heillaóskir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home