Listatími
Fimm fyndnir hlutir í Barselóna:
1. Hundar sem eru svo litlir að þeir skjálfa á beinunum allan sólarhringinn af ótta við að vera étnir af rottu.
2. Kínabúðir sem selja allt milli himins og jarðar (skóhlífar, pönnur, nærbuxur, klósettbursta osfrv) og heita 100 y mas - hundrað og meira. Hundrað á við peseta og meira var bætt við vegna verðbólgu. Allt á hundrað eða meira. HAHAHA. Á það bara ekki við allar búðir?
3. Gamlar kerlingar sem eru með fasta leigu frá því Frankó gamli var og hét og borga því leiguna sína í klinki. Umsýslan kostar sennilega leigumiðlanirnar meira en þær fá í leigu.
4. Mynd frá Kukuxumusu af 4 beljum við borð að spila. Muuuuus, segir ein beljan. Muuuuus, segir önnur. Muuuuus, segir sú þriðja. En fjórða kusan segir: No hay muuuuus (ég á ekki muuuuus).
5. Sjónvarpið. Það er aðeins eitt land með verra sjónvarp en Spánn og það er Ítalía. Hér er ekkert nema einhverjir furðulegir umræðuþættir um semífægt fólk og hæfileikakeppnir eins og Mujer Bien sem er kepni um hver er besta eiginkonan.
Huahahahahahahahahahahahaha!
2 Comments:
...það er satt að sjónvarpsefnið er ekki fyrir hvern sem er. blessað fólkið mætir á svið til þess eins að rífast og tuða út í hið óendanlega - merkilegt hvað brjóstin á þeim flestum stækka samt við það ;) ég gat nú samt alltaf hlegið af Boris í Crónicas Marcianas hihihihih
hmmmmm (írizb)
Í dag er 30. mars og það þýðir að þú átt afmæli!! TIL HAMINGJU ELSKU VINKONA! Njóttu dagsins og láttu skáldið dekra við þig :) Hvernig væri svo að fara að koma með nýja færslu?? Knús og kossar, þín saknandi Auður.
Skrifa ummæli
<< Home