Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, apríl 22

Gestir og gangandi

og gangandi gestir - ég hef ábyggileg lækkað í loftinu í dag því ég fór í heljarinnar göngutúr með Ástu og Huldu sem eru hér í heimsókn. Hulda fer á föstudaginn en Ásta verður áfram og kemur með okkur að sjá Nick Cave og svo til Tarragona að setja saman Ikea húsgögnin því hún er Ikeasamsetjarinn minn. Jamm. En nú fer ég að sinna gestunum.

föstudagur, apríl 18

Sigurjónsson #2

Varði "the wee hours" í Raval hjá Maríu og Sjonna. Sjonni lét renna í bað, Guðjón Teitur svaf og María gerði öndunaræfingar. M&S fóru upp á spítala rétt fyrir átta, og eignuðust risabarn (á spænskan mælikvarða) upp úr 9 í morgun, 4.8 kg. Þetta gekk allt saman eins og í sögu. Móður og barni heilsast vel og ég er farin að leggja mig.

miðvikudagur, apríl 16

Be careful what you wish for...

Í dag gerðist 2: annarsvegar bauðst okkur hús á 4 hæðum með terrössu í bæ 96km fyrir sunnan Barcelona til leigu í amk 1 ár og hinsvegar bauðst okkur listamannsíbúð (stúdíó svipað Kjarvalsstofu) við Signubakka í París í maí og júní. Hvað á maður til bragðs að taka. Húsið kostar aðeins meira, krefst 2 mánaða tryggingar og húsgagnakaupa... París er æði á vorin en þá erum við aftur heimilislaus í júlí. Demit. Of mikið af því góða kannski? eeeeeeeeeeeeeeeeeeeee rassgat

mánudagur, apríl 14

Málstol, heilabilun eða Freudian slip?

"Ég sé mína breing útsædda þarna suðurfrá," sagði Sölvi alvarlegur á svip í gær.
"Já!" sagði ég.

Seinna um kvöldið, þegar við vorum að sofna sagði ég: "Ég ætla að setja þetta á bloggið mitt."
"Æiii, neiiii," sagði Sölvi.
"Jú," sagði ég.

föstudagur, apríl 4

Til málamynda

Blogg blogg blogg blogg, blogg blogg blogg blogg blogg blogg blogg.

þriðjudagur, apríl 1

teljari enívonn?

Veit einhver hvernig maður setur teljara á bloggið sitt? Ekkert 1. apríls grín með þetta, ok? Ég bara þoli það ekki.