Sigurjónsson #2
Varði "the wee hours" í Raval hjá Maríu og Sjonna. Sjonni lét renna í bað, Guðjón Teitur svaf og María gerði öndunaræfingar. M&S fóru upp á spítala rétt fyrir átta, og eignuðust risabarn (á spænskan mælikvarða) upp úr 9 í morgun, 4.8 kg. Þetta gekk allt saman eins og í sögu. Móður og barni heilsast vel og ég er farin að leggja mig.
4 Comments:
Vahei! Nýtt barn í heiminn, alltaf gaman af því.
Bið að heilsa.
Skilaðu hamingjuóskum til foreldra og bróður. kveðjur Mamma.
Þennan dag varð litli bróðir minn þrítugur og Gylfi Ægisson gladdi hjörtu viðstadda, góður dagur. Laufey.
Heljarmoli. Undirritaður var nú 5,5kg. við fæðingu.Svínfeitur hlunkur. En það hefur rjátlast af mér. Ég vona að flensuskrattinn sé á undanhaldi hjá skáldinu mínu. Bestu kveðjur frá vordýrkendunum hér í Ástjörn.
Skrifa ummæli
<< Home