Gestir og gangandi
og gangandi gestir - ég hef ábyggileg lækkað í loftinu í dag því ég fór í heljarinnar göngutúr með Ástu og Huldu sem eru hér í heimsókn. Hulda fer á föstudaginn en Ásta verður áfram og kemur með okkur að sjá Nick Cave og svo til Tarragona að setja saman Ikea húsgögnin því hún er Ikeasamsetjarinn minn. Jamm. En nú fer ég að sinna gestunum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home