Blond móment
Átti mjög blond móment hérna áðan: ákvað að bæsa hina hilluna í dag svona í tilefni þess að við erum að fá gesti á morgun og týndi því úr henni bækur og annað, efst á hillunni var vínrekki sem við keyptum á sunnudagsmarkaðnum fyrstu helgina okkar hér. Í stað þess að taka flöskurnar úr rekkanum eins og eðlileg manneskja kippti ég til mín rekkanum með þeim afleiðingum að 2 spari spari reserva rauðvínsflöskur splundruðust á gólfinu og rauðvín og glerbrot þeyttust um allt gólf, upp á veggi, á fínu kortin sem ég var nýbúin að festa á vegg og ofan í fjöltengið. Ég er búin að skúra 4 sinnum en það er samt lykt hérna inni eins og eftir brjálað jólaglöggspartý. Þetta er næstblondasta mómentið mitt held ég, það svakalegasta var þegar ég stóð mig einu sinni að því að fara að flýta mér að mála því málningin var að verða búin.
Annars erum við svona að ganga frá og pakka; ég reyni að muna hvað ég á af skóm og fötum heima, ég veit að það er troðið í báðum geymslunum út að dyrum af drasli þarna heima en samt finnst mér ég ekki eiga neitt almennilegt til að fara í - ef krónan væri ekki þetta plat sem hún er þá myndi ég slá þessu upp í kæruleysi og dressa mig upp í Edinborg að góðum, íslenskum sið. En nei. En gallabuxur þarf ég. Og kannski skó. Alltaf skó. Maður á aldrei nóg af skóm. Það vissi amma og það vitum við Hulda.
Verð að vinna núna á meðan þvottavélin sér um þvottinn. óverendát.
1 Comments:
ohhh klaufapési....
.........en ég var í Edinborg um daginn og sá ógeð ógeð flotta skó sem ég ætlaði að kaupa mér en voru ekki til í minni stærð. Hefði þurft að panta sem tekur 3-5 virka daga sem ég hafði ekki. Prufa kannski að panta á netinu eða eitthvað eða Ásta tékkar á því hvort þeir séu ennþá til þegar hún fer í júlí.
Skrifa ummæli
<< Home