Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, júní 5

Náttúra og geimkúkar

Ég hef náð að snúa sólarhringnum algörlega á hvolf með undraverðum hætti og sama hvað ég reyni að breyta þessu fer þetta alltaf í sama farið. Um fimm í morgun fór ég upp á þak til að taka niður þvott. Það var aðeins tekið að birta og til norðurs var gríðarfallegur skýjabólstri, svona eins og maður sér í enskum málverkum af sjórorrustum . Í loftinu var lykt af greni og júkalyptus. Kettirnir voru hættir að breima og fuglarnir hvísluðu góðan dag. Þá fór ég að sofa.
Vaknaði við flamenkósöng og klapp hjá nágrönnunum. Sá á mbl.is að geimklósettið er komið í lag. Gott að vita af því. Mér finnst að það eigi að taka fyrsta kúkinn sem þarna fer niður, gullhúða hann og setja hann á safn, enda alveg örugglega dýrasti kúkur mannkynssögunnar. Ég veit ekki alveg hversu skynsamar skepnur við erum, heimurinn er á heljarþröm, fólk deyr úr hungri og sjúkdómum, skortur er á korni og eldsneyti og við stöndum í því að fixa klósett úti í geimi. Nú er ég mjög hlynnt vísindarannsóknum og finnst sjálfsagt að peningum sé eytt í þær, en það má alveg forgangsraða. Annars er ég nokkuð impressed - ég veit ekki um neinn sem hefur getað fengið pípara svona fljótt.

3 Comments:

At 3:14 f.h., Blogger Asta said...

Ég hugsa að þetta sé það allra tilkomumesta við Nasa, að þeir geta fengið pípara á innan við mánuði. Held það hljóti að vera erfiðara en að fara til tunglins.

 
At 12:37 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Einmitt, er auðvitað líka annar kostur - helv. píparinn getur ekki "skroppið" í miðju verki.

 
At 2:51 e.h., Blogger Asta said...

Ha, ha, ha - einmitt.

 

Skrifa ummæli

<< Home