Helga Soffia

Karibuni

laugardagur, júní 7

EM!

Portúgal-Tyrkland í dag. Vei!
Við Sössibé vorum að koma inn, ég er að koma mér í vinnugírinn, blogga smá á meðan. Við fórum á Forum-torgið að kaupa grænmeti af bændum: ferskjur, epli, appelsínur, steinselju, belgbaunir, kirsuber, vínber og papriku. Ég ætla að wokka og læra að binda hnút á kirsuberjastöngla með tungunni, maður verður að hafa eitt partýtrikk. Tarragona er falleg og ferðamannastraumurinn að aukast sýnist manni, en ekki alveg eins og í Undraborginni, hér sér maður glókolla í familíuferðum, unglinga taka myndir af rómverskum rústum og húsaskreytingum og spænska krakka í skólaferðum. Engar rauðþrútnar fótboltabullur eða fullar gæsir með glimmer á brjóstunum í augsýn. Svo bíð ég eftir funhita og fríi til að geta skellt mér í sjóinn. Læt mig hafa það þrátt fyrir sjúklegan ótta við hákarla, þeir eru heldur ekki svo margir hér í Mare Nostrum. Ekki eins og þessir í Ástralíu sem virðast standa á beit við helstu baðstrandirnar. En svei mér ef ég er bara ekki komin í gírinn. Brúmm Brúmm.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home