Helga Soffia

Karibuni

laugardagur, maí 27

Edinborg

Jæja, þá erum við komin til Edinborgar. Við höfum mikið til legið bara uppi í sófa/rúmi og notið þess að þurfa ekki að gera neitt. Þurfa ekki að pakka upp eða niður úr töskum, þvælast úr eða í ferjur, leita að gistingu eða rembast við að skoða fornminjar, byggingar og torg. Í gær sátum við til dæmis með Hemma inni í stofu, drukkum hvítvín og horfðum á lokasprettinn í stærstu karaókíkeppni heims - American Idol (ég var búin að gleyma hvað sjónvarpið getur verið fáránlegur miðill) og tvær Sherlock Holmes myndir með snillingnum Jeremy Brett. Auður Rán var á galeiðunni og reyndi að fá okkur út með nokkrum símtölum en við vorum svo alsæl þarna í sófanum, enda margir mánuðir síðan við Sölvi höfum getað misst meðvitund fyrir framan sjónvarp. Það getur verið svo anskoti fínt stundum.
Mig dreymdi að Auður Rán væri að fara í gítartíma og að Hemmi væri að leita að þverslaufunni sinni til að fara í boð í karlaklúbbnum sínum. Hmmm...
Við eigum flugmiða heim 7. júní.

laugardagur, maí 20

Krit

Jaeja tha er eg komin til Kritar. Thad er gott. Eg var a Santorini - thad var lika gott. Eg kemst voda litid a netid og her er reykt ofan i mig thad er ekki gott. Gott verdur ad koma til Edinborgar thar sem bannad er nu ad reykja a borum og kaffihusum. Hahahahaha, ja, mikid verdur thad nu oldungis frabaert. En jamm, vid forum hedan med skipi til Athenu eftir orfaa daga og fljugum svo til Skotlands thar sem vid verdum ad vera i 2 vikur (money honey... annars hefdum vid tekid flug heim fyrr), vid munum gista hja Audi Ran og Hemma svona amk til ad byrja med svo forum vid kannski eitthvad ad skoda upp i fjoll og eyjar, hver veit... eitthvad ramar mig i bod thangad. Hummhumm. Eg nenni ekki meir. Thad er leidinlegt ad blogga undir pressu. Timinn er ad hlaupa fra mer. Ksssss

föstudagur, maí 5

Thetta thydir ekki hja mer

Eg hef nu legid i viku yfir Sunday Philosophy Cl. og helvitis andskotans krossgatunum og tilvitnunum i skald og heimspekinga sem Sandy karlinn hefur trodid bokina ut af. Mig grunar ad hann hafi akvedid ad klekkja a thydendum sinum svo svinslegir eru ordaleikirnir og gaturnar. Thetta hefur valdid mer magakveisum og uppkostum. Hver er til ad mynda munurinn a syllepsis og zeugmata? Og hvad heitir thetta a islensku? Hvers vegna er ljodlinan See Pan with flocks, with fruits Pomona crown'd (sem er svo eftir nafna hans Pope, og hefur thetta verid thytt, tharf eg tha ekki ad nota tha thydingu sem frumtexta? Og hvar aetti eg svo sem ad komast yfir hann her i Eyjahafinu? O, vei, mer vesaelli!), ja hvers vegna er thessi ljodlina daemi um zeugmata og hvi segir hann ad tharna eigi ad skipta ut sogn og setja surrounded? Svona eru dagarnir hja mer, eg hangi i palestinubol og aefingabuxum fyrir framan tolvuna (zeugma eda syllepsis?)og daesi en uti skin solin og fiskar synda i sjonum - eg hef thad fyrir vist thvi Steinar Bragi snorkladi i gaer og sa al og storfisk sem synti upp ad andlitinu a honum og stardi a moti. Mig langar frekar ad fara i storukeppni vid forvitinn fisk en ad sitja yfir kryptiskum krossgatum og steindaudum skaldum. O, jaeja... thetta reddast... hmm o, jaja. Bendi vinum Polstjornunnar ad a www.polstjarna.blogspot.com er ansi flottur performans a video.
hejda og hananu. (bidst forlats a ollum malvillum og innslttarvillum - hef ekki threk i ad lesa thetta yfir)

þriðjudagur, maí 2

Listamenn, fiskar og Alex uppi í tré

Í fyrradag tókum við, hin fjögur fræknu, okkur til og slógumst í för með Walter og Ingibjörgu og keyrðum eftir allri vesturströndinni suður til Lahania að kíkja á myndlistaropnun. Listaverkin voru svona la-la til bða-bða en húsið sem sýningin var í afskaplega falleg uppgerð ólifuólíugerð. Listamennirnir voru allsstaðar frá og alveg óskaplega listamannslegir; með hjarta málað á kringlótt gleraugu, tóbaksklútar um hálsinn, penslar í úfnu hári, etnísk vesti/kyrtlar/pils/mussur, osfrv. Prestarnir úr þorpskirkjunni komu í sínu fínasta pússi með reykelsi og bænabækur og tónuðu einhver ósköpin í rúman klukkutíma en síðan var boðið upp á heimabakkelsi, kók og vín. Einn prestanna er grillmeistari bæjarins og hann rauk til að kveikja upp í grillinu en við fjórmenningarnir máttum ekki vera að því að gæða okkur á himnesku lambi því við vorum búin að ákveða að spæna til Lindos - sem við og gerðum. Þar fengum við inni á gistihúsi eftir nokkra leit. Bla bla - já þetta var alveg óskaplega fallegt og gaman og voða svona grísku eyjarnar eitthvað hjá okkur. Daginn eftir fengum við enn betur að njóta fegurðarinnar, fórum í vík heilags Páls þar sem ég skellti á mig sundgleraugum og skoðaði fiskana. Ég gekk eiginlega í barndóm það var svo gaman hjá mér og óskaði þess að Einar bróðir væri þarna með okkur að synda í kristaltærri víkinni meðal skrautfiskanna. Eftir að hafa þurrkað af okkur saltið og sandinn ókum við til Tsambika og óðum upp á fjall að sjá Tsambikaklaustur þangað sem óbyrjur fara að grenja út barn hjá Maríu mey (þetta á víst að virka og hef ég það frá Stefanó bareiganda sem á einmitt dóttur sem heitir Tsambika), þótt kapellan væri falleg á sinn fábrotna hátt þá varð ég hugfangnari af útsýninu sem hlýtur að vera með því stórbrotnara hér á Ródos. Á leiðinni niður aftur að bílnum áttum við samtal við Alex frá slóvakíu sem sat uppi í tré með hjólahjálm og tambúrínu og böskaði. "Ahhh, Iceland. Ahhh, you chef very good football player - Gudjohnsen! Cwhere is he now? Ahhh, in Chelsea! Ahhh, you go play in Germany?" Nei, við erum of léleg í fótbolta, sögðum við. En Slóvakía? Alex hristi dapur kollinn og fór aftur að spila "Yesterday". Við fórum svo til Stegna keyptum okkur sundfit, snorklgræjur, kústskaft og girni (SB og SBS ætla að útbúa sér veiðistöng). Við fórum svo á Tsambika strönd fyrir neðan klaustursfjallið og syntum og snorkluðum og kepptum í hlaupi og asnaskap. Nú er svo komið að ég nenni engu nema að synda í sjónum og skoða fiska - hugsa að ég skelli mér í eins dags köfun hérna á næstu dögum. En fyrst verð að friða samviskuna og vinna svolítið. Bæ.