Helga Soffia

Karibuni

laugardagur, maí 27

Edinborg

Jæja, þá erum við komin til Edinborgar. Við höfum mikið til legið bara uppi í sófa/rúmi og notið þess að þurfa ekki að gera neitt. Þurfa ekki að pakka upp eða niður úr töskum, þvælast úr eða í ferjur, leita að gistingu eða rembast við að skoða fornminjar, byggingar og torg. Í gær sátum við til dæmis með Hemma inni í stofu, drukkum hvítvín og horfðum á lokasprettinn í stærstu karaókíkeppni heims - American Idol (ég var búin að gleyma hvað sjónvarpið getur verið fáránlegur miðill) og tvær Sherlock Holmes myndir með snillingnum Jeremy Brett. Auður Rán var á galeiðunni og reyndi að fá okkur út með nokkrum símtölum en við vorum svo alsæl þarna í sófanum, enda margir mánuðir síðan við Sölvi höfum getað misst meðvitund fyrir framan sjónvarp. Það getur verið svo anskoti fínt stundum.
Mig dreymdi að Auður Rán væri að fara í gítartíma og að Hemmi væri að leita að þverslaufunni sinni til að fara í boð í karlaklúbbnum sínum. Hmmm...
Við eigum flugmiða heim 7. júní.

2 Comments:

At 8:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að hitta ykkur í júní. Skilaðu kæri kveðju til Auðar og Hemma.

Gunnhildur

 
At 1:02 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Hlakka til sömuleiðis! Og ég skal skila kveðjunni, svo sannarlega.

 

Skrifa ummæli

<< Home