París
Einhverjar kvartanir hafa borist yfir óskaplegri bloggleti minni, en ég hef því miður bara ekki fundið hjá mér þörf um nokkurt skeið til að tjá mig á þessum vettvangi. Ég er nefnilega í París. Í París er hægt að finna sér ýmislegt annað til dundurs en að hanga á netinu og blogga um eitthvað bull sem maður hefur lítið eða ekkert vit á. Í París gengur maður bara um og drekkur í sig fegurð borgarinnar og fær sér kannski Pelforth brun í eftirmiðdaginn. Fyrripartinn drekk ég kaffi við Pont Louis Philipe, stend með Sölva við barborðið og skelli í mig þykkum, dýrindis espresso. Sölvi hefur borðað ósköpin öll af entrecôte og karameliseraðri önd en ég heimta að fara til grænmetissalans við litlar undirtektir. Við höfum fengið gesti: Huldu og Ástu, Ingu Þóru, Öglu og Emblu. Einnig höfum við hitt hér Finn, Emmu og Óðinn (söngvararnir eru hér til að syngja) og Ragga og Jing sem koma annað veifið frá Lúxembúrg. Sölvi er einmitt þunnur eftir ótæpilega drykkju á belgískum bjór í gær með Ragnari. Hann gengur hér um og segir: Þú átt að vera góð við mig! Það þýðir að ég eigi að hætta að blogga og koma með honum út í frískt loft og kókleiðangur. Ætli ég láti það ekki eftir honum, maður má alveg vorkenna fólki sem líður illa þótt það hafi skapað sér þá vanlíðan sjálft. Det synes jeg, aligevel. Oui, biensur. Au revoir. Næsta blogg verður kannski bara frá Indlandi.
1 Comments:
ÆÆÆ, velsings Sölvi. Honum líður alltaf svo agalega þegar hann er þunnur! Gott að þú ert góð við hann.
Bið að heilsa honum og París.
Skrifa ummæli
<< Home