Nei, sko - það rignir enn
Haldiði ekki að ég sé bara ekki aftur komin inn á blogger sem er allur en francais hjá mér þessa dagana! Mais það var nú svo sem ekkert merkilegt sem ég ætlaði að segja, Embla kom hingað frá Spáni síðustu helgi og gerði allt vitlaust, le soleil stakk okkur af og í staðinn fengum við blautan, þæfðan himinn sem meig út úr sér ýmist rigningu eða slyddu á milli þess sem hann grýtti borgarbúa með hagli. Sacre Coeur! Eins og Hulda sagði. Blessunarlega er haglið for bi en það rignir enn - quelle domage, hugsið þið en non, þá hangir maður inni og vinnur ... eða horfir á 10 þætti af Heroes eins og við Sölvi gerðum í gærkvöldi. Ég fann þetta á netinu og þar sem við eigum óhemju mikla netinneign og erum á förum þá leyfðum við okkur að glápa á þetta online í gær. Kvöldið minnti á 24 maraþonið á Njallanum í fyrra: "Einn enn?" " Einn enn?" "Einn enn?" "Ok, einn enn." "Einn, og svooo förum við að sofa." Annars lofar BBC bót og betrun í veðurmálum og gengur svo langt að lofa 17°hita og sól eftir helgina. Þá ættum við að geta lagt okkur í garð hérna á miðvikudaginn áður en við höldum til Heathrow í olnæter þar. Terminal 4 - uppeldisstöðvar mínar. Alors, je vais. Merci. A bientôt.