Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, ágúst 9

24

Jæja, við kláruðum 24 - fyrstu seríuna! Eins gott því að þetta heltekur líf manns og maður verður eins og versti fíkill, en nú erum við frjáls til að gera allt sem þarf að gera. Eins og að fara aftur út til Skotlands en það gerist núna 18. ágúst. Steinar Bragi er búinn að kaupa handa okkur miða á Bonnie Prince Billy. Vei!
Annars var Einar bróðir lagður inn á Bráðamóttöku í gær með kviðverki, gisti þarna og fór í allskonar rannsóknir en ekkert kom útúr því. Þeir halda helst að þetta hafi verið nýrnasteinn sem fór niður. Ættarbölið. Þegar ég fékk þetta helvíti fyrst þá var ég úti í London að heimsækja sætan stúdent þar en sat grenjandi í heitri sturtu í 2 tíma eftir að hafa rekið hann út á djammið með Gumma og Derek svo ég gæti verið ein því að mér leið svo illa að ég meikaði ekki að hafa neinn í kring um mig. Viðbjóður.
Lína, Davíð og Áróra eru á landinu en ég hef ekkert heyrt í þeim ennþá. Verð að hitta Rófuna áður en ég fer aftur út. Hjálmar er með símann minn þið ef þið nennið enn að lesa (nennir einhver að lesa blogg sem enginn uppfærir?) því að ég sendi hinum sms um daginn. Jæja, verð að vinna núna, stutt í dauðalínur.