Nick Cave er guð
Ég fór í gær á Nick Cave í The Playhouse. Með honum var Warren Ellis og frábær trommuleikari og bassaleikari. Mjög svipað settöpp og heima á Hótel Íslandi. En allt allt allt önnur stemning. Hann byrjaði á því að stika inn í svörtum jakkafötum og taka pósu sitthvorumegin á sviðinu eins og sá Tim Burtoneski ofurtöffari sem hann er. Bandið var þegar farið að skapa svakalegan hávaða á bak við hann. Síðan fór hann yfir að flyglinum, sneri sér að bandinu, stóð gleiður og réri fram í gráðið og skók hægri hendi upp í loftið að bandinu - hljómsveitarstjórinn King Ink. Og síðan lét hann flygilinn hafa það. Hálf sat hálf stóð við hljóðfærið og hamraði og söng Abattoir Blues. Ég skil ekki hvernig hann fer að þessu, það er ekki að sjá að maðurinn sé fimmtugur, ekki að sjá að hann hafi dópað í tuttugu ár. Nick Cave er guð. Þannig er það bara. Weeping Song var tekið í þungarokks útgáfu, Stagger Lee sem tregaljóð (Sad Lee/Sadly), húsið skalf við Tupelo og grét yfir People They Ain't No Good og God is in the House (og einn skotinn hrópaði og benti réttilega á að: God is in the Playhouse!). Hann greip í rafmagnsgítar einu sinni eða tvisvar, var fyndinn og ræðinn við flygilinn og tók öllum hrópum um óskalög af athygli og sagði: "Yup, we can do that." Og Warren Ellis? Guðinn lýsti honum best þegar hann sagði eftir fyrsta encorið "Warren, you're beautiful."
2 Comments:
Ekki laust við að það örli nokkuð á öfund hér við Eyrarsundið. Við hér búum ekki á jafn kúl svæði í augum Nikkarans.
Minnist viðtals sem birtist við hann Svenska dagbladet þarsíðasta haust. Þar leyndi hann því ekkert hvað honum fannst hundleiðinlegt að tala við blaðamanninn og þegar að sá sænski spurði í lokin hvort hann myndi koma við í Svíþjóð á tónleikaferðinni sinni þá sagði Cave: No.
Og skellti svo á.
Það held ég nú.
Bara klikkar ekki að sjá hann, var nokkuð stressuð þegar ég fór á tónleika fyrir þremur árum hér í Berlín eftir að hafa lesið viðtal við hann þar sem hann hlakkaði til að missa hárið, fá skalla og bumbu, farinn að syngja um gvuð og jesús í gríð og erg . . . hættur að dópa og drekka - en hann var guðdómlegur og þvílíkur kraftur í honum og bad seeds - gott að vita að svona er þetta enn, L.
Skrifa ummæli
<< Home