Lata stelpan
Það er ég. Ég ætlaði nú að vera löngu búin að blogga - þakka fólki fyrir myndavélaráð og svona... en það hefur bara verið svo mikið að gera í að pakka og ganga frá og taka á móti gestum. Hingað komu tveir hávaxnir aríar sem drukku allar tengundir áfengis, spiluðu golf, versluðu, fóru á kaffihús, bari, krár, veitingastaði og skemmtistaði og gengu líka af sér nokkra sentimetra sem okkur af keltneska stuttfótakyninu fannst gott, enda ansi þreytandi að þurfa alltaf að líta upp til þessa fólks þótt það sé fjarska fallegt og vel að máli farið. Risarnir fóru í morgun en við eigum von á liðsauka strax á fimmtudaginn. Stuð stuð!
En ég fæ ekki að blogga í friði Sölvi er þunnur og þarf að tala við mig. Veriði blessuð.
1 Comments:
Pakka niður? Er verið að fara eitthvað?
Skrifa ummæli
<< Home