Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, febrúar 9

Hallú. Ég varð fyrir því óhappi að missa myndavélina mína ofan í bjórglas á síðasta ári (aðdragandi þess of heimskulegur til að hægt sé að segja frá) og nú er ég farin að renna hýru auga til betri og fullkomnari véla en þá sem lagðist í áfengisdrykkjuna. Ég var að skoða Canon EOS Digital Rebel XT sem mér finnst líta mjög vel út en verð að viðurkenna að ég er fjarska illa að mér í þessum málum. Mig langar í svona semipró digital vél með fullt af mgpxlm og góðu súmmi og sem er almennileg við verri birtuskilyrði, hún má ekki vera of þung eða fyrirferðamikil, helst svona hybrid vél einhver sem auðvelt er að ferðast með. Ef þið eruð vel að ykkur í þessum málum yrði ég afskaplega þakklát að fá hjá ykkur ráð og hugmyndir. Ég er nefnilega með ýmislegt á prjónunum eins og ferðir til Indlands og Afríku þannig mig vantar eitthvað almennilegt. Hvað finnst ykkur til dæmis um Fuji Finepix s9500? Hún á að vera með afspyrnugóðri linsu. Anyone? Nei? Ég verð að fara að ákveða mig því farfuglarnir tveir sem hættu sér til Asíu ætla að rondevúa við okkur bráðum og þá væri nú sniðugt að láta þá kippa með sér eins og einni almennilegri kameru, hmm ha? O, jújú seisei.

5 Comments:

At 10:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Canon EOS 350D er draumadísin mín (amríkanar eru svo klikk að þeir þurfa nafn eins og rebel digital blabla somþíng) þetta er sama vélin. Frábær SLR vél (semipró) en hún er hins vegar alltof stór fyrir ferðalög og barferðir. plús þó að hún getur ekki dottið ofan í bjórglös... mátt panta eina fyrir mig : )

 
At 1:13 f.h., Blogger hosmagi said...

Gættu þess bara að vélin sé með skriðvörn. Annars skríður hún bara beint upp í næsta staup.

 
At 11:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þó að mér þyki leiðinlegt að myndavélin hafi eyðilagst, þá var það nú rosalega flott þegar hún hoppaði í bjórglasið :).... en þetta minnir mig á það að ég fékk aldrei ríjúníon myndirnar sem þú sendir mér. Nennirað prófa aftur, kannski reyna hildur@hi.is
knús :o*

 
At 12:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ HS, ég fékk mér Finepix S5000/5500 í fyrra og er rosa ánægð með hana. Langar samt núna í Finepix S9000/9500 af því að það er hægt að setja utanáliggjandi flass á hana, þar sem mín er ekki alveg nógu skörp í inniljósmyndum og myrkri. Súmmið er frábært og í góðri birtu er hægt að taka mjög góðar myndir á hana. Bræður mínir eiga hvor sína útgáfuna af Rebel, þær eru huge og þeir öfunda mig af minni nettu vél sem er þó með ýmsar stillingar og svona. Ef þig langar að skoða mína, let me know.

By the way, er búin að redda þorrablótssitjúasjóninni svo þú getur komið og skemmt þér án nokkurra kvaða. Væri gaman ef þið kæmust. kv, Charlotta

 
At 3:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er greinilega alveg "last century". Á ennþá myndavél með filmu (tek fram að hún er sjálftrékkandi og með sjálfvirku flassi). Ég er alveg til í að lána þér hana :-) Kv. Hrönn

 

Skrifa ummæli

<< Home