Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, janúar 30

Eins og jurt sem stóð í skugga

en hefur aftur litið ljós - í vetrarsóóóóóóól.
Sæl og velkomin á bloggið mitt. Í dag er kalt. Ískalt. Svo kalt að ég hef nú legið uppi í rúmi síðan um hádegið (klukkan er 14:55)og ég veit svei mér þá ekki hvort ég þori fram úr. Það gustar upp milli gólfborðanna. En ég er samt kát og bara nokkuð hress.
En hvað get ég sagt ykkur? Hmm, jú! Steinar Bragi fékk 2 ára listamannalaun. Vei! Til hamingju Steinki minn, þú átt þetta (og margt fleira) skilið. Hvenær komiði annars aftur frá Asíu? Þetta er að verða frekar þreyttur djókur. Ég veit alveg að þið eruð bara í felum þarna niðri við Waverly því ég sá þig, Agla, álengdar skjótast inn í lest.
Nei, andskotinn! Ég held að ég hafi rétt í þessu verið bitin á bak við eyrað af einhverju kvikindi. Mýsnar koma sennilega með þetta inn og svo leita pöddurnar upp í hitann hjá manni. Skiljanlega. Sjúga úr manni blóðið. Skiljanlega - það er dísætt og áfengt (ég þurfti smá hvítvín eftir slæmu fréttirnar í gær). Skiljanlegt en ógeðslegt. Svei mér þá ef ég er bara ekki komin með ástæðu til að fara fram úr - heit sturta til að skola blóðsugurnar af mér. I'm gonna wash that thing right out of my hair!
(Takið eftir hvernig ég fer áreynslulaust úr einu lagi yfir í annað... svona er ég nú músíkölsk)

2 Comments:

At 8:55 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Gleymdi: Auja er líka loksins komin á fullorðinsritlaun - það er fallegt og gott.

 
At 8:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

förum að koma, förum að koma. Já og svo er það auðvitað Ródos...

 

Skrifa ummæli

<< Home