Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, febrúar 23

Listakona

Ég er listakona þegar mér dettur ekkert í hug. Hér er listi yfir 10 drykkjarholur (áhrif frá Cosmo) í Edinborg:

1) Ponana á Fred.str. Þar er hægt að sitja í hólfum og tjatta og fara svo út úr helli sínum og Jump Around með House of Pain, drekka 2 kokteila fyrir 6 pund og tala við Esther sem kemur sér fyrir inni á kvennaklósetti með ósköpin öll af snyrtivörum, myntum og sleikibrjóstsykrum, þiggur þjórfé og öskrar: C'mon sexy ladies! Freshen up! Freshen up!

2) Dragonfly á West Port. 30's orient kitch list, kristalskrónur og 50's stólar og borð - allt saman og það virkar! Mjög flottur bar, staffið er duglegt og ber í mann bjórinn.

3) Jolly Judge á Mílunni. Með elstu krám í bænum, lágt til lofts en það er skrautmálað og við barinn er það skreytt seðlum frá hinum ýmsu heimshornum - hef enn ekki komið auga á krónur.

4) The Canny Man - heitir í rauninni The Volunteer Arms held ég. Þetta er eldgamall staður sem er búinn að vera í sömu familíunni síðan á 19. öld. Hann er fullur af allskonar skrítnu dóti, er með massíft úrval af viskí og býður upp á smörrebröd!!! Morningside Road.

5) The Rutland - á horni Lothian og Shandwick Pl. Stór staður á tveimur hæðum þar sem hægt er að sitja og horfa á mannlífið á Princess Street. Sérstaklega flottur uppi með tyrnesk ljósker hangandi úr loftinu, hátt til lofts og bara þægileg stemning.

6) Clever Dick's á Mílunni. Mjög flottur art deco bar sem notalegt er að hanga inni á.

7) Elephant House á George IV. Bridge. Varð frægur fyrir að J.K. Rowling skrifaði fyrstu H. Potter þarna. En þetta er eitt besta kaffihúsið í bænum. Risagluggar snúa út að Greyfriars kirkjugarðinum og kastalanum. Þarna má stinga tölvum í samband við hvert borð og hanga eins og maður vill yfir einum kaffibolla.

8) Waverly Bar á St. Mary's st. Algjört möst. Eins og beint upp úr bíómynd. Þarna eru líka haldin sagnakvöld þar sem allir sem vilja mega koma og segja sögu. Snilld.

9) Espresso Mondo á Lothian er gott kaffihús með sófum, góðu kaffi, vinalegu fólki og ókeypis þráðlausu neti.

10) Black Bull í Grassmarket. Til að horfa á leikinn.

Auðvitað eru miklu miklu fleiri staðir sem ættu að komast á listann en þetta er bara 10 atriða listi ekki 20 atriða listi þannig þeir komast ekki að. Æ, Æ, eins og Pivo sem er alltaf opinn til 3, og Barrokk og Assembly hmmmmm... já en nei, ekki í þetta sinn. Ég þarf líka að fara að sinna tengdamóður minni sem var að vakna eftir að hafa lagt sig eftir morgunflugið.

...æ, já svo er líka ágætt að minna á að eftir 26. mars má ekki reykja lengur á börum, kaffihúsum eða veitingastöðum í Skotlandi. Vei.

4 Comments:

At 10:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég bið að heilsa henni Ingu Þóru og vonandi finnur hún hakkeböffið sem hún fann aldrei í Köben.. Og hvað á það að þýða að flytja áður en að ég hef náð að koma í heimsókn!

 
At 10:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú segir vei, ég segi svei! Annars sammála þér með listann, enda oft með þér á börunum.

 
At 5:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvað með Teuchters á William street?

Agla

 
At 11:24 f.h., Blogger Króinn said...

Nú er ég forvitinn. Kom ég við með ykkur á einhverjum þessara staða í indælu stoppi mínu í fyrravetur?

 

Skrifa ummæli

<< Home