Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, febrúar 20

Pakka

Til að svara spurningu Sigurðar - já, við erum að fara. Fara frá fallegu Edinborg. Dótið okkar fer í skip til Íslands en við sjálf förum með flugi suður á bóginn. Suður til Spánar í 3 vikur og svo austur til Grikklands þar sem við verðum í 2 mánuði við þýðingar og ritstörf. Ætli við hrekjumst svo ekki heim til Íslands, reynum að laga þakið á húsinu, sjóðum naglasúpur úr tilfallandi nöglum og reynum að vera þarna í einhverja stund. Kannski ég drullist til að skrifa MA ritgerð til dæmis. Um hvað ætti ég að skrifa? Einhverjar hugmyndir? Ég vildi helst skrifa um sjálfa mig, því þar væri ég sko á heimavelli. Gæti rumpað af ritgerðinni einhverja helgina, talað um hindina og svona. En það þykir sennilega ekki mjög akademískt. Bö bö bö.
Annars gengur þetta allt saman einhvern veginn. Við erum að öllum líkindum komin með pláss í gámi hjá góðu fólki uppi í Dunblane. Bla bla bla. Mikið get ég verið heiladauð og leiðinleg. Biðst forláts. Ég var með Boggu í búð um daginn þegar mér datt eitthvað ferlega fyndið sem ég ætlaði að blogga um en nú er það gleymt og þið sitjið uppi með þessa röflandi samhengislausu færslu um pakkningar og háskólaritgerðir. Úff. Sölvi er með hita og er sofnaður. Ég ætla að elda; keypti ferskt pasta, lúxús parmesanost og brakandi fínt ruccola, best að tríta sig á meðan maður hefur aðgang að ódýru og góðu hráefni. Bestu kveðjur.

4 Comments:

At 11:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvað með heilsubótardvöl á Spáni í staðinn fyrir naglasúpulíf á Íslandi? Alveg eins hægt að skrifa MA-ritgerð þar ef það er eitthvert atriði. Plús að það er ódýrara og veðrið betra og fullt af skemmtilegu fólki.
Bara svona ábending.

 
At 11:23 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Það er satt og tekið til greina.

 
At 11:27 e.h., Blogger Króinn said...

Ach Schade, þetta með að flytja frá góðu Edinborg. Ég hefði nagað mig í gegnum handarbökin ef ég hefði ekki náð að heimsækja ykkur á meðan á dvöl ykkar þar hefur staðið.
Annars rétt þetta með að elda gott meðan maður hefur efni á ef maður ætlar sér að flytja til Íslands. Einu sinni hélt ég að ég hefði fundið eitt sem væri ódýrt í matvöruverslunum á Íslandi. Það var pilsner sem ég hélt að kostaði 60 kall kippan. Það stóð 60 kr. á einhverju skilti og svo kippur undir. Gerði þetta í nokkrar vikur og drakk mikinn pilsner. Komst svo auðvitað að því fyrir rest að auðvitað var þetta 60 kall fyrir stykkið. Þá hætti ég líka að kaupa pilsner.
Ó, vei!
Takk annars fyrir sérstaka færslu tileinkaða spurningu minni.

 
At 12:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég sé á öllu að ég hef fengið öll ferköntuðu genin í fjölskyldunni en þú 'bohem' genin. Þessi plön hljóma ótrúlega vel hjá ykkur. Ég les bara um fólk eins og ykkur í bókum. Hvar í Grikklandi verðið þið? Það sem ég hef séð af því landi er frábært.
Kveðja Hrönn

 

Skrifa ummæli

<< Home