Helga Soffia

Karibuni

sunnudagur, október 23

Rauðrunnate og almennur dugnaður


Ég er dugleg. Ég hef tekið til. Farið í gegn um pappírsfjallið ógurlega. Unnið. Ó já. Lagað kaffi, rauðrunnate og löntsj. Skandinavískt húsmóðurssyndróm. Og hvað gerir maður þá? Jú, röltir með góðri samvisku út á lókalinn í eina pintu. En ekki hvað!
Sjáiði bara hvað ég geisla!
Sjáiði hvað ég er glöð!
Vítisglampinn í augunum er ekki nema hálfvolgur og bringsmalaskottan skotin í refsins rassi.
Sturtan flautar á Ástu (hún neitar að láta sjá sig ósturtaða á lókalnum) en ég bíð róleg með runnate og hugsa um stjörnubjór í glasi með myndarlegum haus.
Bráum verð ég geislandi glöð, nokkrum pundum fátækari en reynslunni ríkari.
Ég bið að heilsa. Hvílið ykkur, étið góðan mat og veriði góð við hvert annað. Hasta la pronto.

2 Comments:

At 12:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

...bjórinn fer tér bara nokkud vel :Þ gott ad heyra ad tú ert komin á stjá aftur - hún mamma mín á orugglega e-n smá heidur af tví, hún tekur tad nefnilega mjog persónulega tegar einhver af hennar ástvinum veikist (árás á klan-id)og reidist fyrir hond okkar allra :) veit ekki alveg vid hvern hún talar - en mamma mín hefur sambond!!! hehehe

 
At 1:26 e.h., Blogger Greta Björg said...

Gott að þér er batnað.
...runnate í dós, he, he...;)
Þú hefur stækkað Helga mín, þú geislar, fagra kona!

 

Skrifa ummæli

<< Home