Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, október 17

kenningar um sjúkdóma


Það laust niður í kollinn á mér 2 andstæðum hugmyndum áðan. Sú fyrri var að ég ætti að drífa mig til læknis og fá sýklalyf við lugnabólgunni svo ég steindrepist ekki um leið og fuglaflensan komi hingað. Hin hugmyndin var að ég ætti einmitt ekki að gera neitt í lugnabólgunni og láta hana stríða við fuglaflensuna - svona eins og Alien vs Predator.
Ég hugsa samt að ég hringi í Línu á morgun og fái infó um læknaþjónustu svo að tengdó og pabbi taki mig aftur í sátt. Ég er líka orðin leið á því að gefa frá mér geimverskan andardrátt og hósta ektóplasma. Kannski væri bara best að finna spíritista því það gæti meira en vel verið að berklaveikur draugurinn hafi rokið í mig.
Annars reyni ég að hvíla mig og vinna til skiptis - Ásta búin að koma mér upp á Minette Walters reyfara sem gott er að lesa undir íslensku lopateppi.
Myndin hérna er af gamla staðnum - Advocate's Close, þar sem við bjuggum í fyrra. (var að fatta hvernig maður setur myndir inn og á enga aðra núna í nýju tölvunni, set fleiri síðar)

6 Comments:

At 10:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 10:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 3:09 f.h., Blogger hosmagi said...

1.Ljótt að hafa ekki stundlegan frið með bloggið sitt fyrir þessum andskotans fábjánum.2. Það er beinlínis skipun frá tengdó að gera eitthvað róttækt í að hrekja lungnabólguna á brott. Bestu kveðjur frá mér og litla ljóninu sem þú berð alla ábyrgð á að ég fóstra.

 
At 9:58 f.h., Blogger Króinn said...

Tek undir med nafna mínum. Thessi lungnabólga hefur verid nánast krónískur djöfull thinn ad draga svo langt sem okkar kynni ná alla vega. Láttu saera thennan fjanda burt í eitt skipti fyrir öll!
(svo veistu ad losna má vid ruslkommentin med thví ad ýta á ruslatunnuna hjá kommentunum thegar thú ert loggud inn á síduna).
Bestu kvedjur annars frá Malmö

 
At 2:28 e.h., Blogger Greta Björg said...

Hæ Helga Soffía
Greta frá gamla Tansó hér!
Fann bloggið þitt þegar ég var að leita að einhverju á netinu, finnst mjög gaman að kíkja á það.
Veistu, varð að kommentera þegar ég sá myndina hjá þér núna, ég fylltist mikilli nostalgíu, því eins og þú kannski veist þá bjuggum við í Galashiels, sem er þarna sunnan við þig, í næstum fjóra vetur fyrir bráðum þrjátíu árum. Úlfur K. er reyndar fæddur þar, í "Galashiels Cottage Hospital" sem skv. www er ekki til lengur sem slíkt.

Sé líka núna að þú ert að fá fullt af spammi. Þú losnar við það með að fara í "settings" á stjórnborðinu þínu í Blogger, svo í "comments" og velja "show word verification for comments".
Já, losna við það sem komið er með að ýta á ruslatunnuna og haka í "delete permanently", þá fer þetta alveg.

 
At 4:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Öngstræti málaflutningsmannsins... þetta kallar aldeilis fram... ja allavega tvö þrjú skipti sem ég dinglaði bjöllunni þarna bjórþyrstur og hrakinn af göngum mínum um þessa víðsjárverðu borg. Ég hlaut ævinlega góðar móttökur í öngstræti málaflutningsmannsins, og málaleitan minni um bjórdrykkju var yfirleitt svarað áður en ég gat borið hana fram! Já, það voru nú góðir tímar. En maður er víst bara ungur einu sinni og nú er maður gamall. Njótið æskunnar, segi ég við æskuna, carpe diem segi ég, en við þá sem eldri eru segi ég reprehendo juvenis! - grípið æskuna! Þín handtaska gæti verið næst!

-Eiríkur

 

Skrifa ummæli

<< Home