Helga Soffia

Karibuni

sunnudagur, október 30

Búningadaman HS


Í gær fór ég í 2 afmæli - eitt til Brynju í skyrtertu og kaffi, og svo annað til Davíðs í smárétti og allskonar áfengi. Fyrir það síðara kom Auður Rán með Hemma til mín í meikóver. Þau voru að fara í hallóvínpartý í sóðahverfi í Leith. Hermann er listamaður og málaði sig dauðann í framan en Auður vildi vera Dauður "My Evil Twin" en kom að tómum kofanum í búningabúðum bæjarins, enda vinsælt hjá bæði fullorðnum og börnum að dressa sig upp á hallóvín hér í borg. Ég málaði hana eins og hóru og setti svo í hana Bjarkarsnúða og svart gel, smellti á hana Elvisgleraugum (má sjá á meðfylgjandi mynd af Hermanni í Sölvaafmæli)og henti henni upp í leigubíl. Það fór ekki betur en svo að þau fundu ekki partýið og komu því bara í búningunum sínum til Davíðs og skemmtu okkur fram á nótt.
Klukkunni var breytt á miðnætti þannig að nú erum við komin á íslenskan tíma, þá geta hjörtu okkar slegið í takt við íshjarta fórstujarðarinnar. Vei.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home