Busi og Jón
Jamm, sumsé, ég fer mánaðarlega í svona City of Literature partý hérna í Traverse þar sem hittist fólk í bókmenntabransanum og fær sér bjór og minglar. Voða sniðugt. Við íslendingarnir höfum farið saman svona kannski aðallega til að hafa menningarlega afsökun fyrir að drekka bjór. Eníveis, eníród, allavega, síðasta þriðjudag var sumsé Ian Rankin staddur þarna og ég hefði kannski vippað mér að honum og skálað við hann nema hann var í alveg rosalega fráhindrandi skyrtu - hún leit út eins og blá silkiskyrta sem einhver hafði ælt á fimm sinnum í viku í þrjá mánuði. Ég höndlaði það ekki þannig ég ræddi bara við makkerinn (Edinborgarljóðskáldið) og LA spennusagnarithöfund sem var afspyrnu skemmtileg.
Svo má hér fylgja gamansaga sem átti sér stað fyrr í haust: Þannig var að við Sölvi og Ásta ákváðum að bjóða fólkinu (Brynja og Steinar) sem hafði hýst okkur á meðan íbúðarleitinni stóð út að borða. Við fórum á Buffalo Grill í Stockbridge þar sem að Steinar þrástagaðist við að koma sítrónusafa í augað á sér. Á næsta borði sátu tveir menn. Annar ögn eldri en hinn. "Sérðu" segir Sölvi við mig, "Rebus." Ég lít á mennina og sé einmitt Ian Rankin í alveg skelfilgeri skyrtu (hann virðist eiga þær nokkrar). "Aha," segi ég. "Meinarðu ekki höfundinn sem skrifar sögurnar?" Alltaf að reyna að laumast - eins og einhver geti greint orðaskil í vélbyssutalanda íslenskunnar. "Nei! Þessi gamli, hann er alveg eins!" Ég sagði bara ó og hélt að ég hafði tekið svakalegan feil, en það var rétt hjá Sölva, maðurinn var mjög Rebuslegur. Svo poppar Ian inn í partýið á þriðjudaginn og þá átta ég mig á því að við höfðum bæði haft rétt fyrir okkur, mennirnir á næsta borði þarna á Buffalo Grill voru einmitt Rankin og Rebus.
3 Comments:
Í dag var 20 stiga hiti í Edinborg og sól. Hugsa sér.
Ekki thad ad Rebus/Rankin-sagan sé sambaerileg - en thetta minnir mig samt á thegar ad pabbi minn var í heimsókn hjá mér í Barcelona og sá Rivaldo vippa sér út úr búd og inn í sportbíl og pabbi minn hrópadi upp yfir sig: ,,Ronaldo!!!" svo allt Diagonal-breidstraetid heyrdi skýrt og greinilega.
Sjálfsagt olli thetta Rivaldo svo miklu trauma ad skömmu sídar hrundi fotboltaferill hans til grunna og sídast thegar ad ég vissi var hann ad skakklappast med einhverju grísku lidi - eda var thad tyrknesku?
Mér hefði nú þótt tilvalið að þú hefðir labbað upp að blessuðum manninum og spurt þessarar sívinsælu spurningar: who are you wearing?
Það er snjóstormur fyrir utan gluggann minn. Taktu hann burt. Please....
Skrifa ummæli
<< Home