Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, október 12

Alltaf spá þeir vitlaust

Jæja, þá er búið að spá okkur kaldasta vetri í áratug hérna á Bretlandseyjum. Ég verð að segja að ég er orðin svolítið þreytt á öllum þessum öfgum hvort sem það er í veðri, trúarbrögðum eða náttúruhamförum. Nú skil ég loksins bölvunina "May you live in interesting times", skilst að þetta sé frá Kína komið - enda hefur nú ekki skort öfgarnar þar.
það hefur rignt núna sleitulaust í 32 tíma, það hlaut að koma að því. Það gerir svo sem ekki til því að hér getur maður spennt upp regnhlíf án þess að lenda í lífshættu og svo er borgin alveg falleg svona blaut og grá - verður mjög dramatísk fyrir vikið.
Ég dópaði niður manninn minn í gær því að hann var farinn úr því að vera Mía í Múmínálfunum yfir í að vera Morrinn; myrkur í máli og sjón. Þannig honum tókst loksins að sofa heilan nætursvefn þrátt fyrir draugaganginn sem er nokkur hér.
Ég er öllu hressari í dag en í gær þrátt fyrir votviðrið, kannski það sé vegna þess að ég dreif mig út úr húsi í gær og skoðaðið í bókabúðir - og þótt það sé rétt að bókvitið verður ekki í askana látið þá veit það hver maður að bækur eru allra meina bót.
Ég ætla nú að reyna að hafa upp á henni Línu sem ég hef ekki séð síðan hún var dregin á hárinu á morgunbar af sturluðum sambýlingum mínum á afmæli skáldsins.

2 Comments:

At 9:31 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Hvaða Rod? Rod Stewart? Djöfuls slepja annars - I was just browsing and foung your blog,very nice - fífl, kanntu íslensku? Hélt ekki. Er þetta það nýjasta í marketing - setja komment á síður hjá bloggurum? Og meina? Hypertension remedies???? Er ég eitthvað TENS? FÁÁÁVITI!

 
At 1:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

...var ad keyra gumma og félaga á ball í mh - ég var nú ekki komin langt tegar ad brói hringir og segist ekki hafa komist inn tví engin hafi hann skilríkin :) svo ad ég hringadi mig til baka, sótti drenginn og brunadi med hann heim til ad hann gæti sótt blessad vegabréfid. og aftur nidur eftir. tá var komin rod. blindfullar sextán ára gellur - og svo gumminn. alltaf prúdur ;) híhí, lang-sætastur :Þ

 

Skrifa ummæli

<< Home